fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Listaverki eftir Ladda stolið

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 19:38

Laddi. Mynd: DV/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listaverki eftir listamanninn þjóðkunna Ladda var stolið úr fyrirtækinu Heilsuhofið sem stendur við Kaupvangsstræti á Akureyri. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins býður það m.a. upp á margs konar líkamsmeðferðir sem hugsaðar eru til heilsueflingar eins og t.d. nudd og örnálameðferð.

Í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins kemur ekki fram nákvæmlega hvenær er talið að verkinu hafi verið stolið eða hvað verkið heitir en í færslunni segir:

„Sá leiðinlegi atburður átti sér stað að þessari mynd eftir Ladda var stolið frá okkur hérna í Heilsuhofinu. Ef einhver hefur tekið eftir einhverjum/einhverri að bera út málverk hjá Subway eða bakvið hjá Hárgreiðslustofunni Design þar sem bílastæðin eru megið endilega láta okkur eða Lögreglan á Norðurlandi eystra vita.“

Í færslunni er einnig tekið fram að ef þjófurinn skilar verkinu áður en það verður um seinan verði engir eftirmálar af hálfu fyrirtækisins.

„Ef þú sem tókst hana sérð þetta þá máttu endilega skila henni og engir eftirmálar verða. Þá myndi ég gera það áður en lögreglan verður búin að fara yfir allar myndavélar og sjá hver þú ert.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“