fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fréttir

Látinn eftir sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júlí 2023 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar maður af tveimur sem lentu í sjóslysi út undan Njarðvíkurhöfn í gærkvöld er látinn. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir:

„Annar aðili sjóslyssins í gærkvöldi utan Njarðvíkurhafnar, karlmaður á sjötugsaldri, er látinn. Hann var fluttur meðvitundarlaus af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir endurlífgunartilraunir.  Frekari endurlífgunaraðgerðir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn kl. 22:30 í gærkvöldi á Landspítalanum á Hringbraut.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið upplýst um slysið, en samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu voru þeir tveir um borð á 5 metra sportbáti sem síðar sökk. Tildrög þess liggja ekki fyrir og er rannsókn málsins á frumstigi hjá lögreglu.“

Eins og segir í tilkynningunni er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri.

Neyðarlínunni barst tilkynning um sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn rétt eftir klukkan hálfátta í gærkvöld. Voru tveir menn í sjónum en viðbragðsaðilum tókst að ná þeim á land upp úr kl. 20, eða um hálftíma eftir tilkynninguna.

Hinn maðurinn liggur á sjúkrahúsi Landspítalans í Fossvogi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Steinar móðgaðist gríðarlega út af athugasemd við athugasemd hans – „Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið?“

Jón Steinar móðgaðist gríðarlega út af athugasemd við athugasemd hans – „Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jólahreingerning breyttist í martröð við bílaþvottastöð í Breiðholti

Jólahreingerning breyttist í martröð við bílaþvottastöð í Breiðholti
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum
Fréttir
Í gær

„Ég er ekki aðdáandi Trumps en hann er eini forsetinn í langan tíma sem byrjaði engar nýjar styrjaldir á sínu kjörtímabili“

„Ég er ekki aðdáandi Trumps en hann er eini forsetinn í langan tíma sem byrjaði engar nýjar styrjaldir á sínu kjörtímabili“
Fréttir
Í gær

Eden var rekin fyrir að standa sig ekki nógu vel – Hafnaði boði vaktstjóra að fara „inn í svefnherbergið að ræða málin“

Eden var rekin fyrir að standa sig ekki nógu vel – Hafnaði boði vaktstjóra að fara „inn í svefnherbergið að ræða málin“