fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Látinn eftir sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júlí 2023 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar maður af tveimur sem lentu í sjóslysi út undan Njarðvíkurhöfn í gærkvöld er látinn. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir:

„Annar aðili sjóslyssins í gærkvöldi utan Njarðvíkurhafnar, karlmaður á sjötugsaldri, er látinn. Hann var fluttur meðvitundarlaus af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir endurlífgunartilraunir.  Frekari endurlífgunaraðgerðir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn kl. 22:30 í gærkvöldi á Landspítalanum á Hringbraut.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið upplýst um slysið, en samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu voru þeir tveir um borð á 5 metra sportbáti sem síðar sökk. Tildrög þess liggja ekki fyrir og er rannsókn málsins á frumstigi hjá lögreglu.“

Eins og segir í tilkynningunni er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri.

Neyðarlínunni barst tilkynning um sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn rétt eftir klukkan hálfátta í gærkvöld. Voru tveir menn í sjónum en viðbragðsaðilum tókst að ná þeim á land upp úr kl. 20, eða um hálftíma eftir tilkynninguna.

Hinn maðurinn liggur á sjúkrahúsi Landspítalans í Fossvogi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“