fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Segir raðmorðingjann Rex hafa blæti fyrir smávöxnum konum – Réð slíkar í vinnu og lét þær fá niðurlægjandi verkefni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júlí 2023 21:30

Rex Heuermann er grunaður um hræðilega glæpi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rex Heuermann, Gilgo-strandar raðmorðinginn með Íslandstenginguna, virðist hafa haft blæti fyrir smávöxnum konum. Þetta fullyrðir fyrrverandi samstarfsmaður hann í samtali við New York Post. Maðurinn, sem ræðir við blaðið undir dulnefninu Eric, segir að Heuermann hafi iðulega ráðið smávaxnar konur, í kringum 1.50 cm á stærð, í vinnu hjá arkitektastofu sinni og komið fram við þær með niðrandi hætti.

Sjá einnig: Raðmorðinginn Rex tók sér hlé frá því að áreita ástvini fórnarlambs síns og skellti sér í frí til Íslands

„Það var líkt og hann væri heillaður af þessum stúlkum sem hann réð til starfa,“ segir Eric í samtali við New York Post. Fram kemur að Eric hafi unnið með Rex frá árinu 1990 og til vitnis um það sýnt blaðamönnum ýmis gögn sem staðfestu það.

Þessi hneigð hans í vinnunni er sérstaklega óhugnaleg að mati ERic í ljósi þess að konurnar fjórar, sem Rex er grunaður um að hafa myrt og grafið á Gilgo Beach á Long Island, voru allar afar smávaxnar. Sjálfum er Rex lýst sem tröllvaxnum af af stærð í umfjölluninni en hann er 193 cm að stærð.

Þá segir hann að Rex hafi niðurlægt samstarfskonur sínar með því að fela þeim verkefni eins og að færa honum kaffi eða leggja bílnum hans betur. Að auki montaði hann sig reglulega á vinnustaðnum af umfangsmiklu byssusafni sínu en alls geymdi Rex um 300 skotvopn á heimili sínu. Það var meðal annars ástæða þess að New York-lögreglan ákvað að láta til skarar skríða gegn raðmorðingjanum á vinnustað hans á Manhattan-eyju en ekki heimilinu.

Eric segir ennfremur að það hafi ekki komið sér á óvart að Rex hafi átt sér skuggaleg leyndarmál. Hann hafi hætt að starfa fyrir hann því hann var nískur og að hann hafi haft yfir sér dökka áru.

Sjá einnig: Ása Guðbjörg sækir um skilnað frá raðmorðingjanum Rex

Eins og komið hefur fram er Rex ákærður hafa myrt þrjár kynlífsverkakonur, Melissu Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello, árin 2009 og 2010,  auk þess sem hann er efstur á lista grunaðra vegna morðsins á fjórðu kynlífsverkakonunni Maureen Brainard-Barnes, sem var myrt árið 2007. Hefur það vakið sérstakan óhug að Rex áreitti ástvini kvennanna sem hann myrti eftir ódæðin og þá hafði hann gríðarlegan áhuga á öllu sem tengdist rannsóknum málanna.

Lögregla fínkembir nú heimili hans og allar eigur í leit að vísbendingum um frekari myrkraverk hans en vonir standa til að hann hafi geymt einhverja „minjagripi“ frá morðunum. Þá horfir lögregla til þess hvort að Heurmann geti tengst öðrum mannshvörfum um annarsstaðar í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“