fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Manndrápið við Fjarðarkaup: Stungu Bartlomiej ítrekað þar sem hann lá varnarlaus, spörkuðu í líkama hans og höfuð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2023 15:20

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfesting ákæru vegna morðsins á Bartlomiej Kamil Bielenda fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag í lokuðu þinghaldi. Var það ákvörðun Jónasar Jóhannssonar dómara vegna ungs aldurs sakborninganna. Aðalmeðferð fer fram í haust og verður hún jafnframt fyrir luktum dyrum. Segir Jónas það gert að kröfu foreldra sakborninganna þriggja. 

Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára eru ákærðir fyrir að hafa banað Bartlomiej Kamil Bielenda á bílastæðinu við Fjarðarkaup þann 20. apríl og sautján ára stúlka er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Bartlomiej var 27 ára og átti eina tveggja ára dóttur.

Sakborningar mættu fyrir dóminn í dag þar sem þeim var gert að taka afstöðu til sakarefnis, en þar sem þinghaldið var lokað er ekki vitað hver afstaða þeirra er. 

Ofsafengin líkamsárás og lýsingar nákvæmar

Í ákæru eru drengirnir þrír ákærðir fyrir manndráp, en lýsing á árásinni er mjög nákvæm í ákærunni og samkvæmt lýsingu virðist árásin hafa verið ofsafengin. 

Eru drengirnir sagðir hafa umkringt Bartlomiej á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Sá elsti drengjanna hafi hrint honum í jörðina og annar drengur síðan sparkað í maga Bartlomiej þar sem hann lá í götunni. Sá elsti drengjanna er síðan sagður hafa hótað að stinga Bartlomiej með hníf í hálsinn og síðan stappað og sparkað í höfuð hans.

Saksóknari segir að Bartlomiej hafi náð að standa upp eftir þessar aðfarir, en þá hafi drengirnir þrír veist að honum aftur. Sá elsti þeirra hafi fellt hann í jörðina og stungið hann ítrekað með hnífi í búkinn, annar piltanna sparkað ítrekað í búk hans og sá þriðji reynt að sparka í höfuð hans en spark hans geigað.

Bartlomiej lést stuttu síðar af sárum sínum, hlaut hann sex stungusár, áverka í andliti og á höfði, hnjám og höndum. Á úlpu hans voru 10 göt sem báru þess merki að vera eftir stungur með eggvopni.

Drengirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 21. apríl. Tveir þeirra á Stuðlum vegna ungs aldurs þeirra og einn í fangelsinu á Hólmsheiði, þar sem heil deild var rýmd til að tryggja að varðhaldið væri með sem minnst íþyngjandi hætti. 

Tók árásina upp í stað þess að kalla eftir hjálp

Sautján ára stúlka sem tók manndrápið upp á síma sinn er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu, það er að hafa ekki beðið drengina um að hætta og/eða hringja eftir aðstoð lögreglu. Saksóknari segir hana hafa heldur staðið hjá, myndað atlöguna og síðan hlaupið á brott með árásarmönnunum.

Móðir Bartlomiej krefst þess að sakborningarnir verði dæmdir til að greiða henni samtals fimm milljónir í bætur, barnsmóðir Bartlomiej fer fram á sömu upphæð fyrir hönd ólögráða dóttur þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“