fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Dráttur á greiðslum frá Booking.com setur smærri aðila í vanda – „Það er sérlega bagalegt“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 14:37

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á að greiðslur frá Booking.com, stærstu bókunarsíðu heims, séu ekki að skila sér á réttum tíma til samstarfsaðila þeirra hérlendis. Um alþjóðlegt vandamál virðist vera að ræða en bókunarsíðan ber við tæknilegum vandamálum sem gert sé ráð fyrir að verði greitt úr fyrir lok mánaðar. Dæmi eru um að greiðslur muni tefjast um allt að mánuð.

„Já, við höfum orðið vör við þetta hjá okkar skjólstæðingum og starfsfólk okkar hefur sett sig í samband við fyrirtækið til þess að fá frekari upplýsingar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Sitja ekki á digrum sjóðum

Segir Jóhannes að blessunarlega séu ekki mörg dæmi komin inn á borð samtakanna en illu heilli séu það litlu aðilarnir á markaðinum sem eru skildir eftir en ekki stóru hótelkeðjurnar.

„Það er sérlega bagalegt enda sitja þessir smærri aðilar ekki á neinum sjóðum eftir heimsfaraldurinn. Þeir treysta á að þessar tekjur berist á réttum tíma til þess að standa undir rekstrarkostnaði og dráttur á greiðslum getur því valdið verulegum vandræðum,“ segir Jóhannes Þór.

Hann bendir á að stærstur hluti tekna smærri aðila komi einnig í gegnum þriðja aðila eins og Booking.com enda er það í raun markaðssetningartól slíkra fyrirtækja.

Eins og áður segir bendir flest til þess að um alþjóðlegt vandamál sé að ræða og því telur Jóhannes Þór að viðbúið sé að það sé lítið annað hægt að gera en að ýta á Booking.com að leysa úr málinu eins fljótt og auðið er.

Erlendir ferðamenn afar ánægðir

Þrátt fyrir þessa hnökra segir Jóhannes Þór að íslenska ferðasumarið sé að ganga afar vel og ljóst sé að eftirspurnin eftir því að sækja Ísland heim sé mikil. Það sem er enn betra er að erlendir ferðamenn virðast afar ánægðir með dvölina.

„Við erum að skora afar hátt varðandi ánægju ferðamanna en það eru tölur sem við fylgjumst vel með. Það er alþjóðlegur listi á skalanum -100 og upp í 100 og þar erum við að mælast um og yfir 80. Það er eins og að fá 9,6 í einkunn sem er frábær árangur,“ segir Jóhannes Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni