fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Druslugangan fer fram á laugardaginn

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 16:15

Druslugangan 2018 Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipuleggjendur Druslugöngunnar árið 2023 hafa sent frá sér tilkynnningu þess efnis að gangan í ár muni fara fram næstkomandi laugardag, 22. júlí, klukkan 13:00 á Sauðárkróki og klukkan 14:00 í Reykjavík. Um er að ræða kröfugöngu og samstöðufund í kjölfarið.

Í tilkynningunni segir:

„Þann 22. júlí næstkomandi (á laugardegi) verður Druslugangan haldin hátíðleg á nýjan leik.

Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14:00, niður Skólavörðustíg og Bankastræti og lýkur göngunni við Austurvöll með samstöðufundi, ræðuhöldum og lifandi tónlist.

Á sama degi verður Druslugangan haldin í annað sinn á Sauðárkróki, þar sem lagt verður af stað frá Árskóla klukkan 13:00.

Druslugangan er jafnréttisganga sem gengin hefur verið á hverju ári síðan 2011 (að COVID undanskildu).

Með því að koma saman, öskra og ganga sýnum við samstöðu okkar með þolendum kynferðisofbeldis í verki og skilum skömminni sem hefði aldrei átt að vera okkar.

Fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og úr öllum áttum kemur saman einu sinni á ári til þess að taka afstöðu gegn ofbeldi og neita að samþykkja kynferðisofbeldi og kerfislægt misrétti sem ásættanlegan hluta samfélagsins.

Í ár er áherslan- rót vandans – við göngum enn vegna þess að þrátt fyrir tvær #metoo byltingar og öfluga jafnréttisbaráttu síðustu ára fer jafnréttisvitund ungs fólks dalandi, gerendameðvirkni grasserar og drusluskömmun er rótgróið samfélagsmein. Höldum umræðunni á lofti og mótmælum kynbundnu ofbeldi með því að fjölmenna á Druslugönguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“