„Það er eins og gosstjórnandinn hafi séð gosspána sem við birtum í gær, því meiriháttar breyting varð á gosinu í nótt. Um kl. 10:30:00 varð gígurinn barmafullur af kviku og tók að þeyta kvikuslettum vel út fyrir gígrimana,“ segir í færslu á Facebook-síðu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúrúvá.
„Kl. 04:11:42 myndaðist skarð í norðvestur hluta gígrimans og skömmu seinna hrundi stór spilda úr honum. Gígurinn tæmdist á örskömmum tíma og glóandi heit kvikan flæddi til vesturs og norðurs. Í kjölfarið dró verulega úr flæðinu í hraunánni sem lá til suðurs og kl. 05:30:00 hafði hún myndað kalda skorpu.“
Fyrir sex dögum deildum við myndbandi sem íslenskur karlmaður tók og setti saman þar sem sjá má fífldirfsku margra ferðamanna við gosstöðvarnar. Í myndbandinu varaði maðurinn við þeirri hættu sem athæfið skapaði. Hefur hann nú útbúið nýtt myndband eftir að gígbarmurinn brotnaði í nótt.
Sjá einnig: Setja sig í lífsháska við gosstöðvarnar – Sjáðu ótrúlegt myndband