fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Þetta þarf að hafa í huga á gosstöðvunum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 11:30

Eldgosið Litla-Hrút Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, opnaði í gær fyrir aðgang almennings að Meradalaleið á Reykjanesskaga. Þau sem hafa áhuga á að skoða eldgosið í Litla Hrút í návígi geta gengið þá leið.

Sjá einnig: Opið inn á gossvæðið um Meradalaleið

Í nýrri tilkynningu sem borist hefur frá Lögreglustjóranum er að finna nokkrar leiðbeiningar um hvernig fólk á að bera sig að á gosstöðvunum.

Í dag er opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi en ekki frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Slökkvistarf vegna gróðuelda heldur áfram.

Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 20 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum.  Gangan fram og til baka tekur um 5 til 7  klukkustundir. Aðrar gönguleiðir samkvæmt korti eru jafnframt opnar.

Göngukort – hnitsett – 40×60

Sem fyrr þá gengur ekki í öllum tilfellum vel að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Fólk er því beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættusvæði/bannsvæði.

Segir enn fremur að mikilvægt sé að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögreglan varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.

Mælt er með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum. Fólk fari að gosstöðvunum á eigin ábyrgð. 

Göngumenn klæði sig eftir veðri, taki með sér nesti og gleymi ekki að hafa næga hleðslu á farsímum. Einnig er tekið fram að öryggi farsímasambands á svæðinu sé ekki tryggt.

Bílum skal lagt á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.

Þau gangi að gosstöðvum sem treysta sér til þess, og eru vel búin og með nesti. Mælt er með því að fólk fylgist með vindátt og fréttaflutningi fjölmiðla.

Frekari upplýsingar er að finna á https://safetravel.is/,  https://www.almannavarnir.is/, https://www.vedur.is/  og https://www.visitreykjanes.is/en

Einnig er minnt á að akstur utan vega er bannaður.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu í dag:

Norðan og norðvestan 5-8 m/s, en bætir heldur í vind eftir hádegi. Lægir í kvöld. Gasmengunin berst til suðurs og má því búast við að hennar verði vart á Suðurstrandarvegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum.
Spá gerð: 18.07.2023 04:26. Gildir til: 18.07.2023 23:59.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“