fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Opið inn á gossvæðið um Meradalaleið

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 13:42

Eldgos Litla Hrút 12. júlí Mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir að Meradalaleið að yfirstandandi eldgosi á Reykjanesskaga sé nú opin.

Í tilkynningunni segir enn fremur að Ríkislögreglustjóri lýsi yfir almannavarnastigi í samráði við viðkomandi lögreglustjóra.

Við upphaf eldgossins við fjallið Litla Hrút 10. júlí sl. lýsti Ríkislögreglustjóri yfir hættustigi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert með hliðsjón af alvarleika atburða og þörf á nauðsynlegum viðbúnaði viðbragðsaðila.

Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar hættustigi eða neyðarstigi er aflýst.

Á hættustundu virkist valdheimildir sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir.  Á hættustundu sé lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessum sé öllum skylt að hlíta.

Slökkvistarf vegna gróðurelda á svæðinu heldur áfram en talið er óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið.  Lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu en lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði.

Það er ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna dvöl eða umferð almennings á skilgreindu hættusvæði samkvæmt meðfylgjandi korti.

Meðfylgjandi kort sýnir gönguleiðir og skilgreint hættusvæði að mati Veðurstofu Íslands.

Göngukort – hnitsett – 40×60

Spá veðurvaktar Veðurstofu Íslands um gasdreifingu:

Norðan og norðvestan 5-8 m/s, en bætir heldur í vind síðdegis á morgun. Lægir seint annað kvöld. Gasmengunin berst til suðurs og má því búast við að hennar verði vart á Suðurstrandarvegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“