Unnið var við það í gær að slökkva gróðurelda við gosstöðvarnar við Litla-Hrút á Reykjanesi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar við vinnu í gærkvöldi.
Á myndbandinu sést þyrlan með skjólu sem tekur um 2 tonn og setja vatnið yfir eldinn.
Einnig voru „bambar“ fullir af vatni fluttir upp að eldi norðan við gosið þar sem slökkviliðsmenn voru við störf.