fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gosstöðvarnar lokaðar í dag – Gasmengun gæti borist til Grindavíkur

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 09:43

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokað verður áfram að gosstöðvunum, eins og kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Er það gert til að tryggja öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna.  Mikil mengun er á svæðinu og þá ekki síst vegna gróðurelda.   Lögreglustjóri getur því miður ekki tryggt öryggi þeirra sem inn á svæðið fara við þessar aðstæður. 

Vindátt er óhagstæð göngufólki þótt dregið hafi aðeins úr vindi.   Reykur frá gróðureldum og gosi berst yfir gönguleiðir að gosstöðvum.

Í dag mun slökkvilið einbeita sér að slökkva í gróðureldum norðan við eldstöðvarnar.  Þyrla landhelgisgæslunnar kemur að slökkvistarfi en á fjórða tug manna koma að þessum aðgerðum sem hófust nú í morgunsárið. 

Spá veðurvaktar um gasdreifingu í dag:

Norðan og norðaustan 8-13 m/s, en hvassari um tíma upp úr hádegi. Gasmengunin berst til suðurs og má því búast við að hennar verði vart á Suðurstandarvegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum, jafnvel einnig í Grindavík

Ákvörðun lögreglustjóra um lokun verður endurskoðuð á fundi viðbragsaðila í fyrramálið kl. 9.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu