Lokað verður áfram að gosstöðvunum, eins og kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Er það gert til að tryggja öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Mikil mengun er á svæðinu og þá ekki síst vegna gróðurelda. Lögreglustjóri getur því miður ekki tryggt öryggi þeirra sem inn á svæðið fara við þessar aðstæður.
Vindátt er óhagstæð göngufólki þótt dregið hafi aðeins úr vindi. Reykur frá gróðureldum og gosi berst yfir gönguleiðir að gosstöðvum.
Í dag mun slökkvilið einbeita sér að slökkva í gróðureldum norðan við eldstöðvarnar. Þyrla landhelgisgæslunnar kemur að slökkvistarfi en á fjórða tug manna koma að þessum aðgerðum sem hófust nú í morgunsárið.
Spá veðurvaktar um gasdreifingu í dag:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s, en hvassari um tíma upp úr hádegi. Gasmengunin berst til suðurs og má því búast við að hennar verði vart á Suðurstandarvegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum, jafnvel einnig í Grindavík
Ákvörðun lögreglustjóra um lokun verður endurskoðuð á fundi viðbragsaðila í fyrramálið kl. 9.