fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Fær ferðakostnað ekki endurgreiddan eftir jarðarför náins vinar

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem átti pantaða ferð erlendis 1. október í fyrra, hætti við að fara í ferðina eftir að náinn vinur hans til 40 ára féll frá rúmri viku áður en ferðin átti að hefjast. Jarðarförin fór fram 5. október og óskaði einstaklingurinn eftir endurgreiðslu þess ferðakostnaðar, sem hann fékk ekki endurgreiddan frá ferðaþjónustuaðilum, úr kreditkortatryggingu sinni hjá vátryggingafélagi sínu. Fór hann fram á að vátryggingafélagið væri með sömu tryggingavernd varðandi forföll í ferðatryggingu og til dæmis flugfélög, en þar fæst endurgreiðsla vegna náins vinar. 

Tryggingafélagið taldi bótaskyldu ekki vera fyrir hendi og sagði tilvik tæmandi talin í vátryggingarskilmálum, þar sem skilgreint er fráfall náins ættingja eða náins samstarfsmanns.  Þar sem um náinn vin hafi verið að ræða félli tilvikið utan gildissviðs vátryggingarinnar. 

Einstaklingurinn skaut málinu því áfram til Úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem féllst á rök tryggingafélagsins. Nefndin tiltók að í vátryggingaskilmálum þeim sem atvikið félli undir væri að finna tæmandi upptalningu á því hvaða tilvik falla undir vátrygginguna. Vátryggingafélögum sé heimilt að takmarka gildissvið vátrygginga með þessum hætti og ber þeim aðilum sem bjóða upp á forfallatryggingar ekki skylda samkvæmt lögum til að vera með sömu eða sambærileg ákvæði í skilmálum sínum. 

Var því einstaklingurinn ekki talinn eiga rétt á bótum úr forfallatryggingu/kreditkortatryggingu sinni hjá tryggingafélaginu. 

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði úr­sk­urðar­nefnd­ar vá­trygg­inga­mála en 404 mál voru tek­in fyr­ir á síðasta ári hjá nefnd­inni. Úrsk­urðir nefnd­ar­inn­ar voru all­ir birt­ir þann ní­unda maí en sam­an­tekt úr­sk­urðanna tel­ur 669 blaðsíður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Í gær

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni