fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ingunn safnar fyrir útfararkostnaði ömmubarnsins sem var skotin til bana aðeins 23 ára að aldri – „Sársaukinn óbærilegur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júlí 2023 13:30

Iyanna ásamt bróður sínum, ömmu, afa og móður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Ása Ingvadóttir hefur komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði, en barnabarn hennar, Iyanna Brown, var skotin til bana í Detroit í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Hún var aðeins 23 ára að aldri.

Fjölskyldan er harmi slegin, en lögregla hefur sem stendur engan grunaðan um ódæðið.

Ingunn segir að Iyanna hafi verið falleg sál, fyndin, vel gefin og hafi fært fjölskyldu sinni ómælda gleði. Hún hafi verið dásamlegt barnabarn og líka frábær dóttir. Eftir að hún komst til ára hafi hún orðið besta vinkona móður sinnar. Estherar Maríu, en saman hlógu þær mikið og elskaði Iyanna fátt meira en heimilismatinn frá mömmu sinni.

Esther er sjúkraliði og er fædd á Íslandi. Hún bjó hér um tíma eftir að Iyanna fæddist, en Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði.

Bróðir Iyönnu er Elijah og er hann aðeins 18 ára að aldri, en þau systkinin voru mjög náin, og á hann nú um sárt að binda á meðan hann tekst á við þær óbærilegu aðstæður að hafa misst systur sína langt fyrir aldur fram.  „Sársaukinn sem hann er að upplifa eftir þennan missi er óbærilegur,“ segir á síðu söfnunarinnar.

Esther er einstæð móðir og hefur verið fyrirvinna barna sinna, oft við þröngan kost, en þau hafa alla tíð verið bara þrjú saman. Horfir fjölskyldan því fram á fjárhagsáhyggjur ofan í gífurlega sorgina þar sem útfararkostnaður verður töluverður.

Segir á GoFundMe-síðu sem Ingunn hefur komið á laggirnar að öll framlög séu vel metin. Vonir standi til að safna fyrir útförinni annars vegar og svo fyrir því tekjufalli sem Esther hefur og mun verða fyrir á næstunni á meðan hún syrgir dóttur sína og styður son sinn í gegnum hans sorg.

Styðja má við fjölskylduna hér. 

Lögreglan í Detroit fer nú með rannsókn málsins, en atburðarásin er ekki á hreinu. Iyanna var stödd inn í bifreið þegar hún varð fyrir skoti. Viðbragðsaðilar fluttu hana með flýti á næsta sjúkrahús þar sem hún lést af áverkum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt