fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Til heljar á heimskulegan hátt – Eldgosaleiðin

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júlí 2023 19:15

Mynd: Dagný Reykjalín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos kraumar nú á Reykjanesi í þriðja sinn á tæpum tveimur árum. Eldgosið er mikið og magnað sjónarspil og skiljanlegt að allir sem gönguskóm geta valdið vilji leggja leið sína að gosinu. 

Þó flestir fylgi leiðbeiningum og fyrirrmælum viðbragðsaðila og stjórnvalda er það alltaf háværasti og fámennasti hópurinn sem ratar í fréttir og á samfélagsmiðla fyrir að leggja sig í lífshættu við að ná besta útsýninu og/eða bestu ljósmyndinni eða vídeóinu. 

Dagný Reykjalín grafískur hönnuður og eigandi auglýsingastofunnar Blek á Akureyri hefur gert plakat með svörtum húmor um hvernig ferðamenn að gosstöðvunum geta komist til heljar á heimskulegan hátt.

„Þetta er sótsvartur húmor með svolítinn alvarleika. Þessi mynd var aðallega gerð til að vekja athygli erlendra ferðamanna og fór í mjög svo lífræna dreifingu á Twitter þar sem jarðfræðingar þar deila greinilega þessum svarta húmor. Þetta er fyndið þangað til eitthvað gerist og við vonum innilega að það komi ekki til þess,“ segir Dagný í samtali við DV.

„Allur texti er minn og grafíkin líka, en grafíkin var gerð fyrir verkefni fyrir Umhverfisstofnun fyrir tveimur árum. Umhverfisstofnun kemur þó ekki að þessari nýju mynd og ber enga ábyrgð á þessum texta.“

Dagný deildi myndinni á Facebook-síðu sinni þar sem hún hefur vakið viðbrögð og kátínu og hafa fjölmargir komið með nýjar hugmyndir að „Lygilegar aðferðir við að láta lífið,“ við gosstöðvarnar.

Sjá einnig: Setja sig í lífsháska við gosstöðvarnar – Sjáðu ótrúlegt myndband

Ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, benti á það í færslu á Twitter á fimmtudag að líklega yrði ekki langt í að fyrirsögnin „Að drepast úr sjálfu,“ sæist sem fyrirsögn á einhverjum fréttamiðli, svo marga sæi hann fara sér að voða við gosstöðvarnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu