fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Segir íslensk yfirvöld vera á hausaveiðum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 17:45

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur ríkissaksóknari áfrýjað til Landsréttar sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem var ákærður fyrir manndráp eftir að sjúklingur á geðdeild Landspítalans lést. Hjúkrunarfræðingnum var gefið að sök að hafa þvingað næringardrykkjum ofan í sjúklinginn með þeim afleiðingum að hann kafnaði.

Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur sýknuð af ásökun um að hafa banað sjúklingi á geðdeild – Málinu þó ekki lokið því ríkissaksóknari hefur áfrýjað

Vísir ræddi ákvörðun ríkissaksóknara við Guðbjörgu Pálsdóttur, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem er vægast sagt ósátt.

Að málið hafi náð svona langt sé fyrir neðan allar hellur og hún segist hissa og hugsi yfir því að sýknudómnum hafi verið áfrýjað. Hún segir að Héraðsdómur hafi réttilega komist að þessari niððurstöðu.

Guðbjörg segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir því að hegningarlögum og lögum um heilbrigðisstarfsfólk verði breytt til að koma í veg fyrir ákærur eins og þessa. Hún segir alvarleg mistök heilbrigisstarfsfólks í langflestum tilfellum afleiðingar raða kerfislægra mistaka.

Lögum hafi verið breytt í þessa veru í nágrannalöndum Íslands og vinna í þá átt sé hafin hér á landi.

Guðbjörg segist ekki vita „á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru hérna.“ Mál eins og þetta hjálpi ekki við að halda heilbrigðisstarfsfólki í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“