fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

„Orð geta ekki lýst því hversu þungbært það er að missa vinnufélaga og vini í svo hörmulegu slysi“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Orð geta ekki lýst því hversu þungbært það er að missa vinnufélaga og vini í svo hörmulegu slysi. Höggvið var stórt skarð í fámennan og þéttan starfsmannahóp. Verkefni næstu daga verða fyrst og fremst að halda utan um hvert annað, styðja og styrkja til að takast á við áfallið saman,“

segir á vef Náttúrustofu Austurlands þar sem stjórn og starfsfólk minnist samstarfsmanna sinna og vina sem létust í flugslysi á sunnudag, ásamt flugmanni vélarinnar. 

Farþegar vélarinnar voru Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur, starfsfólk Náttúrustofunnar. Fríða og Skarphéðinn sinntu rannsóknum og vöktun á hreindýrastofninum hér á landi, og var flugið þáttur í því verkefni. Árlega eru farnar nokkrar flugferðir til þess að telja hreindýr úr lofti og hefur það verið hluti af verkefnum Náttúrustofunnar um árabil.

Flugmaður vélarinnar var Kristján Orri Magnússon. 

„Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu og ástvinum allra þeirra sem létust. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur.“ 

Minningarstund fór fram í Egilsstaðakirkju í kvöld. Flugvélin fannst við Sauðahlíðar milli Hornbrynju og Hraungarða síðdegis á sunnudag. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Austurlandi telst nú lokið og var flugvélin flutt af slysstað í gærkvöldi með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu og síðan landleiðina í húsakynni RNSA á höfuðborgarsvæðinu. Úrvinnsla gagna og öflun heldur áfram og mun sú vinna mun taka nokkurn tíma. Ekki er vitað um orsakir slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök