Eldgost hófst á Reykjanesi um kl.16.40 í dag en hraunið braust út upp um litla dæld rétt norður af Litla Hrút. Instagram-ljósmyndarinn Alessandro Trovati, sem búsettur er á Íslandi, var á vettvangi og náði fyrstu myndum af gosinu sem hann birti á Instagram-síðu sinni @shots.am.
Hér að neðan má sjá skjáskot af einni mynd Alessandro, en nálgast má fleiri myndir og myndskeið á Instagram-síðu Alessandro.
Þá hafa fleiri rokið til með dróna að gosinu, einn af þeim er Nahel Belgherze sem náði neðangreindu myndbandi:
Drone footage of the ongoing eruption in Iceland. #Fagradalsfjall #Keilir Credit: https://t.co/KBbZxdV3j8) pic.twitter.com/kL7slfszro
— Nahel Belgherze (@WxNB_) July 10, 2023