Eldgos er hafið við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, og er það þriðja gosið á tæpum tveimur árum á Reykjanesi.
Að sögn Kristínar Elísu Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er gosið að koma upp. Fólk er beðið um að halda sig fjarri svæðinu þar til viðbragðsaðilar eru mættir á svæðið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að eldgosið hafi hafist um kl. 16:40, órói hófst upp úr kl. 16:20. Eldgosið er að koma upp í lítilli dæld rétt norður af Litla Hrút og rýkur úr því til norðvestur.
Þriðjudaginn 4. júlí, hófst mikil jarðskjálftahrina á svæðinu. Hafa fleiri þúsund skjálftar riðið yfir undanfarna viku, fjölmargir yfir 4 að stærð, og hafa margir þeirra fundist á höfuðborgarsvæðins eins og Suðurnesjamenn hafa gert góðlátlegt grín að, enda búnir að hristast all verulega síðustu ár.
Gos hófst við Fagradalsfjall 19. mars 2021 og stóð í sex mánuði. 3. ágúst 2002 opnaðist önnur sprunga við Meradali, 1,5 kílómetrum frá gosinu árið áður, það gos stóð þó mun stytta en það fyrst, eða í 18 daga.