fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

BBC-skandallinn stormur í vatnsglasi? Táningurinn segir móður sína fara með fleipur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júlí 2023 19:00

Ryan Clark, Jeremy Vine og Gary Lineker hafa allir neitað aðkomu að málinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur táningur, sem er sagður hafa þegið fé að andvirði 6 milljóna íslenskra króna fyrir að senda þekktum sjónvarpsmanni BBC kynferðislegar myndir, segir að ekkert ólöglegt hafi gerst og ásakanir móður hans séu úr lausu lofti gripnar.

Sjá einnig:  BBC nötrar út af fregnum af þjóðþekktum starfsmanni sem er sakaður um barnaníð – Stjörnurnar stíga fram og neita sök

Mál málanna í Bretlandi hefur verið meint kynferðisbrot þekkts sjónvarpsmanns á BBC gegn  barni sem The Sun greindi frá um helgina. Á sjónvarpsmaðurinn að hafa borgað barni stórfé, um 35 þúsund pund eða 6 milljónir íslenskra króna, fyrir kynferðislegar myndir af sér. Peningana hafi barnið svo notað til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Barnið var 17 ára gamalt þegar greiðslurnar áttu að hafa borist en þrjú ár eru síðan það átti að eiga sér stað.

Graham Norton lét myndir hverfa

Málið sprakk í loft upp þegar móðir barnsins steig nafnlaust fram og lýst því hvernig hún upplifði hrylling þegar hún sá myndir af hinum þjóðþekkta einstaklingi á nærbuxunum í myndsímtali við afkvæmi sitt. Hún hafi verið aðdáandi starfa hans og því þekkt viðkomandi strax og verið afar brugðið. Hún sendi síðan kvörtun til BBC vegna málsins.

Breskir miðlar hafa fjallað ítarlega um málið og sögusagnir á samfélagsmiðlum hafa verið háværar. Þannig hafa þjóðþekktir sjónvarpsmenn á borð við Rylan Clark, Jeremy Vine og knattspyrnugoðið Gary Lineker haft fyrir því að neita því opinberlega að tengjast málinu. Aðrir, eins og sjónvarpsmaðurinn Graham Norton, hafa lokað eða tekið prófílmyndir sínar niður af samfélagsmiðlum.

Þá hefur BBC fengið mikla gagnrýni fyrir að bregðast ekki strax við en kvörtun frá móðurinni barst um miðjan maí en ríkisstofnunin brást ekki við fyrr en mörgum vikum síðar. Þá með því að senda sjónvarpsmanninn í launað leyfi frá störfum en eftir að málið kom upp var sjónvarpsmaðurinn leystur frá störfum.

Sakar The Sun um ruslblaðamennsku

Í dag hafa síðan verið talverðar vendingar í málinu. Fyrst sagðist lögreglan vera að skoða málið en ekki rannsaka það, sem vakti nokkra athygli, og síðan var málinu snúið gjörsamlega á haus með yfirlýsingu táningsins sem komið var á framfæri í gegnum lögfræðistofu.

Í yfirlýsingunni kemur fram, eins og áður segir, að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og neitar táningurinn því að hafa þegið fé frá sjónvarpsmanninum. Segir í yfirlýsingunni að um ruslblaðamennsku sé að ræða. The Sun hefur brugðist við yfirlýsingunni með að því að segjast standa við fréttina og að fulltrúar blaðsins hafi séð sannanir fyrir því að eitthvað hafi átt sér stað.

Í umfjöllun DailyMail kemur fram að sjónvarpsmaðurinn er sagður hafa hringt í táninginn, kennt barninu um ófarir sínar og beðið það um að tala við móður sína og fá hana ofan af því að sækja málið.

Þá fylgir sögunni að starfsfólk BBC sé orðið langþreytt á þessum farsa sem sé í gangi og krefjist þess að starfsmaðurinn verði nafngreindur.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri