fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Karolis lést eftir banvænt högg á LÚX – Fjölskyldan safnar fyrir kistunni heim

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 24. júní lést Karolis Zelenkauskas eftir alvarlega líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx í miðbæ  Reykjavíkur.

Sjá einnig: Mannslátið á LÚX – Hinn grunaði laus úr haldi

Karolis var 25 ára og hafði búið hérlendis og unnið í nokkra mánuði áður en hann lést. Kærasta hans Monika flutti til hans tveimur vikum áður en hið hörmulega atvik átti sér stað. Söfnun hefur verið komið af stað til að flytja Karolis og kistu hans heim til föðurlandsins Litháen.

„Hjálpum Karolis að fá eilífa hvíld í föðurlandinu,“ segir í færslu vegna söfnunarinnar. Söfnunin gengur vel, þegar þetta er skrifað hafa tæp átta þúsund pund safnast, en markmiðið er að safna 10 þúsund pundum.

Sá sem er grunaður um að hafa valdið dauða Karolis er 28 ára gamall og æfir hnefaleika.  Vitni telja að Karolis hafi látist vegna eins höggs í hnakka frá hinum grunaða. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpa viku en greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að honum hafi verið sleppt úr haldi lögreglu. Rannsókn málsins miðar vel áfram samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Monika og Karolis á góðri stundu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir