fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Beitir sér fyrir því að starfslokasamningur Birnu verði gerður opinber

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins segist ætla að beita sér af krafti fyrir því að almenningur fái að sjá öll gögn varðandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar á meðal starfslokasamning sem gerður var við Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra. 

Birna óskaði eftir því að láta af störfum 28. júní síðastliðinn og var Jón Guðni Ómarsson ráðinn í hennar stað.

Þórarinn Ingi, sem situr í fjárlaganefnd Alþingis, sagði í morgun í Vikulokin á Rás 1:

 „Þess vegna mun ég beita mér fyrir því á næstu dögum að ef, til dæmis þessi samningur verður ekki birtur, mun ég beita mér fyrir því innan fjárlaganefndar þingsins að boða til fundar þess efnis og við fáum bara að sjá hvað er verið að gera. Leggjum öll spilin á borðið og byggjum upp traust, því að ef við gerum það ekki þá getum við ekki haldið áfram með þetta mikilvæga ferli að losa um eignarhlut ríkisins í þessum fjármálafyrirtækjum.“ 

Þórarinn Ingi telur ekki ástæðu til að bíða eftir milliuppgjöri Íslandsbanka svo hægt verði að sjá starfslokasamninginn. Þessi upplýsingagjöf sé nauðsynleg svo hægt verði að byggja upp traust að nýju.

Í yfirlýsingu Birnu vegna starfsloka hennar sagðist hún hafa ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta