Danól, að samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað frá neytendum 250 g Pastella Fresh Fettuccine Spinach, með best fyrir stimplum frá 15.05.2023 til 01.08.2023.
Ástæða innköllunar eru smáar málmagnir sem geta verið í vörunni. Eðli málsins samkvæmt er varað við neyslu umræddrar vöru.
Innköllunin tekur til eftirfarandi vöru merktri með eftirfarandi „best fyrir” dagsetningum:
Vörumerki: Pastella
250 g Pastella Fresh Fettuccine Spinach, með best fyrir stimplum frá 15.05.2023 til 01.08.2023.
Framleiðandi: Scandinavian Retail Food
Heiti og heimilsfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Danól ehf , Fosshálsi 25 110 Reykjavík
Dreifing:
· Bónus
· Hagkaup
· Kjörbúð
· Krambúð
· Þín verslun
· Melabúðin
Leiðbeiningar til neytenda
Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skilað vörum sem innköllunin tekur til í þá verslun þar sem varan var keypt gegn endurgreiðslu. Danól harmar þau óþægindi sem innköllunin kann að valda.