fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Furðulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði vekur furðu skordýrafræðingsins Erlings – „Annað eins hafði ég ekki áður séð“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. júní 2023 14:30

Erling Ólafsson er helsti sérfræðingur þjóðarinnar í skordýrum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segist aldrei hafa orðið vitni að hátterni eins og lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Þar hafa lirfurnar, sem voru í þúsundatali,  pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og gætt sér á trjágróðrinum í mestu makindum.

Erling heldur úti hinni vinsælu Facebook-síðu Heimur Smádýranna þar sem hann greinir frá þessum tíðindum. Hann er einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar þegar kemur að skordýrum og því þykir nokkrum tíðindum sæta þegar hann rekur í rogastans yfir hegðun smádýra.

Erling bendir á að flestir sem unnið hafa í görðum sínum vita að haustfetinn er alræmdur skaðvaldur á trjám og gróðri í görðum Íslendinga. Fyrir skömmu hafi runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði vakið athygli sonar Erlings. Þar vex meðal annars gljámispill og reyndist gróðurinn innpakkaður af lirfunum eins og áður segir.

Ég snaraði mér á staðinn, annað eins hafði ég ekki áður séð. Komst ég helst að því að þar færu lirfur haustfetans. En hvers vegna þetta óvenjulega háttarlag? Ég sendi fyrirspurn og myndir til sérfræðings míns í fiðrildafræðum í Danmörku. Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg. Margt er skrítið í heimabæ mínum Hafnarfirði en hvurslags undarlegt var þarna í gangi?,“ skrifar Erling.

Spunavefurinn var ansi umfangsmikill

Hann hafi skoðað runnann betur og séð að undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið. Erling varpaði því fram tilgátu um hvað gæti verið í gangi.

Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu. Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni. Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum. Þetta þykir mér athyglisvert,“ skrifar Erling.

Lirfa haustfeta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“