fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Árni Johnsen er látinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. júní 2023 06:19

Árni Johnsen Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum,  79 ára að aldri.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Árni fæddist í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar hans voru Poul C. Kanélas frá Detroit í Bandaríkjunum og Ingibjörg Á. Johnsen kaupakona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum, að því er segir á vef Alþingis.

Árni ólst upp í Eyj­um og gekk þar hefðbundna skóla­göngu. Hann var kenn­ari í Eyj­um 1964 til 1965 og í Reykja­vík vet­ur­inn 1966-1967 eft­ir að hafa tekið próf frá Kenn­ara­há­skóla Íslands 1966. Hann starfaði hjá Surtseyjarfélaginu með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967 og var blaðamaður á Morgunblaðinu 1967-1991. Þá var hann dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess.

Árni var Sjálfstæðismaður og þingmaður Suðurlands 1983–1987, 1991–2001 og Suðurkjördæmis 2007–2013. Þá var hann varaþingmaður Suðurlands febrúar–mars 1988, nóvember 1989, mars–apríl 1990, janúar–febrúar 1991.

Árni skráði viðtalsbækur og bækur um gamanmál þingmanna, samdi sönglög og stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um árabil. Þá var hann mikill talsmaður þess að hefja framkvæmdir á göngum frá meginlandinu og til Vestmannaeyja.

Eftirlifandi eiginkona Árna er Halldóra Filippusdóttir. Þau áttu soninn Breka, sem féll frá árið 2018, en fyrir átti Árni tvær dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Margréti Oddsdóttur. Þær heita Helga Brá og Þórunn Dögg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna
Fréttir
Í gær

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“