16 ára íslenskum dreng, sem handtekinn var grunaður um hnífstungu á Austurvelli á mánudagskvöld, hefur verið sleppt úr haldi. Mbl.is greinir frá og hefur staðfest frá Eiríki Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Segir hann mjög sjaldgæft að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir svo ungum gerendum og ákveðið hafi verið að gera það ekki í þessu tilviki, en mál drengsins séu í farvegi hjá barnavernd.
Erlendur karlmaður á þrítugsaldri var stunginn, en hann hefur verið búsettur hérlendis í nokkur ár. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Landspítalanum og er líðan hans er eftir atvikum, hann er ekki talinn í lífshættu.
Fjórir voru handteknir vegna árásinnar á mánudagskvöld en þremur þeirra var fljótlega sleppt úr haldi.