fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Segir mann sem braut kynferðislega gegn fatlaðri dóttur sinni enn vinna með börnum – „Það er eins og hnífnum sé snúið í sárinu“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. júní 2023 09:34

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þroskaskertur maður, sem níu ára fötluð stúlka segir hafa brotið kynferðislega gegn sér í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla sem heldur námskeið fyrir börn.

Móðir stúlkunnar, Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, greinir frá í færslu á Facebook, en færslan hefur vakið mikil viðbrögð.

Í fréttum er þetta helst….

Í dag komumst við hjónin að því að fíflið sem braut á dóttur okkar síðasta sumar er í vinnu innan um börn og í svipuðum aðstæðum og hann var í Reykjadal síðasta sumar. Atvinnurekendur réðu hann af greiðasemi við móður hans sem er virt fréttakona í samfélaginu. Hún lét þá samt ekki vita af því að sonur hennar braut á níu ára gamalli stúlku sl. sumar og varð málið að lögreglumáli sem nú er lokið og komið til ákærusviðs.

Hvað finnst ykkur um þetta?

Í samtali við Vísi í gærkvöldi segir Halla vinkonu sína hafa séð manninn við reiðskóla á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hún hafi sent Höllu mynd af manninum til þess að sannreyna að um sama mann væri að ræða, sem Halla hafi staðfest.

Fyrstu viðbrögð ámælisverð

Á heimferðardegi úr Reykjadal síðasta sumar greindi dóttur Höllu foreldrum sínum frá því að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar.

Í skýrslu vegna atviksins sem gefin var út 1. júní síðastliðinn er alvarlegur misbrestur talinn hafa verið á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals vegna málsins, viðbrögðin eru talin ámælisverð. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarnefndar segir í skýrslunni að skortur hafi verið á viðeigandi verkferlum og að fyrstu viðbrögð hafi verið ómarkviss. Nefndin  gerir kröfur um að margvíslegar umbætur verði gerðar á starfsemi Reykjadals til að koma í veg fyrir sambærileg atvik og til þess að tryggja megi gæði þeirrar þjónustu sem þar er veitt.

Enn við vinnu eftir að vinnuveitendur fengu vitneskju um málið

Vinkona Höllu hafði samband við eigendur reiðskólans í gærmorgun og fékk þau svör að maðurinn væri starfsmaður skólans. „Þá koma þau alveg af fjöllum og höfðu ekki hugmynd um þetta. Hann er sem sagt búinn að vinna þarna síðustu þrjú sumur. Móðir hans hafði hvorki látið vita af því sem gerðist síðasta sumar, né að málið væri á ákærusviði,“ segir Halla.

Laust eftir miðnætti uppfærði hún færslu sína á Facebook og segir að maðurinn hafi enn verið að starfa með börnum á reiðnámskeiði eftir að vinkona hennar gerði fyrirsvarsmönnum skólans viðvart.

Ég fékk að vita það rétt í þessu að fíflið var við störf í dag milli kl. 13 og 16 og var þá innan um börn á reiðnámskeiði hjá Reiðskóla Reykjavíkur. Eigendurnir fengu fréttir af þessu máli milli kl. 11 og 12 í morgun. Blöðin eru komin í málið.“ 

Segir Halla ekki við atvinnurekandann að sakast því þau höfðu ekki hugmynd um að hann væri kynferðisbrotamaður. Þegar þau komust að því fengu þau áfall. Ég mun fylgja því eftir að hann starfi ekki þarna. Það er hins vegar móðir fíflsins sem ber ábyrgðina því hún kom honum aftur í þessa vinnu og lét ekki vita hvað hann gerði né að málið væri á ákærusviði.“ 

Móðir mannsins þekkt fréttakona

Í færslunni segir Halla að móðir mannsins sé þekkt fréttakona í samfélaginu og að forsvarsmenn reiðskólans hafi ráðið manninn vegna greiðasemi við hana.

„Þetta er rosalegt högg og við erum rosalega reið út í þessa móður, fyrir að halda það að sonur hennar sé eitthvað fremri en aðrir. Og mér finnst þetta frekja í henni og við erum fyrst og fremst rosalega reið. Það var loksins komið hrúður yfir sárið, sem þetta brot olli okkur síðasta sumar, en það er allt opið núna. Það er eins og hnífnum sé snúið í sárinu,“ segir Halla við Vísi og segir hún að þau hjónin ætli ekki að láta málið kyrrt liggja.

„Það verða læti í okkur þangað til að það verður búið að tryggja það að þessi maður komi ekki nálægt börnum aftur. Það er bara þannig. Ég mun setja mig í samband við reiðskólann í fyrramálið til þess að ganga úr skugga um að þessi maður verði ekki þarna lengur. Ef það verður ekki farið eftir því þá hef ég bara samband við fjölmiðla aftur,“ segir hún og bætir við að dóttir hennar hafi sótt reiðnámskeið áður og hún þakki Guði fyrir að dóttir hennar sé ekki á slíku námskeiði núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“