fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Fyrrum leikmaður Þórs á Akureyri sakfelldur og hlaut skilorðsbundinn dóm – Olli alvarlegu bílslysi í Hörgársveit

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 15:57

Svisslendingurinn Eric Fongue var sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltamaðurinn Eric Fongue var sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Fongue var sakfelldur fyrir að valda alvarlegu bílslysi þann 9. nóvember 2021, þegar hann var leikmaður Þórs á Akureyri. Hlaut hann sextíu daga fangelsisdóm sem er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Slysið átti sér stað með þeim hætti að Fongue, sem er Svisslendingur, keyrði suður þjóðveg 1 í Hörgársveit á 132 km/klst eftir vegarkafla á Moldhaugahálsi. Í bestu aðstæðum er leyfilegur hámarkshraði þar 90 km/klst. Segir í dómsorði að Fongue hafi ekið það óvarlega að hann hafi ekið bifreiðinni út í snjókrap úti í kanti vegarins og missti þar stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann ók fyrir bifreið sem var að koma úr hinni áttinni.

Harður árekstur átti sér stað og slösuðust bæði ökumaður og farþegi umræddrar bifreiðar. Svo illa vildi til að ökumaður bílsins þjáist af  beinsjúkdómnum oxterogenesis imperfecta sem er arfagengur sjúkdómur og veldur því að bein sjúklingsins eru mjög viðkvæm og brotna auðveldlega. Hlaut ökumaðurinn margvísleg beinbrot eins og útlistað er ítarlega í dómnum. Farþegi bílsins hlaut brot í bringubeini og brot á hægra hné.

„Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi“

Fongue slapp hins vegar vel frá slysinu sem hann bar ábyrgð á og þótti mikil myldi að hann skyldi ekki slasast alvarlega eins og greint var frá í frétt Vísis á sínum tíma. Þar kom fram að leikmaðurinn mætti á æfingu daginn eftir slysið. „Bíllinn er í tætlum. Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, við það tilefni.

Fongue spilaði sinn síðasta leik fyrir Þór Akureyri 17. febrúar 2022 en skrifaði síðan undir samning við svissneska liðið BBC Nyon í nóvember í fyrra.
Hann var ekki viðstaddur málareksturinn þrátt fyrir fyrirkall þar um. Auk hins skilorðsbunda dóms var hann sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“