fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fjögurra ára áhrifavaldur tekjuhærri en mamma sín

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 17:00

Skjáskot/Mirror.co.uk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirror í Bretlandi fjallar í dag um Amy Blackburn, sem er 33 ára gömul, og fjögurra ára gamlan son hennar Remy.

Remy er með Downs-heilkennið og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og hefur starfað með þó nokkrum smásölufyrirtækjum.

Amy óttaðist að sonur hennar myndi ekki öðlast nein tækifæri í lífinu en segir að nú þegar sé hann með hærri tekjur á mánuði en hún.

Hún starfar á skrifstofu í Portsmouth, í suðurhluta Englands, og stofnaði Instagram reikning fyrir Remy, þegar hann var ungabarn, upphaflega til að styrkja tengslin við foreldra annarra barna með Downs-heilkennið en fljótlega fór atvinnutilboðum að rigna inn.

Nú hefur Remy 22 þúsund fylgjendur á Instagram og hefur starfað með fyrirtækjum eins og t.d. Next, leikfangaversluninni Smyths og Marks & Spencer.

Amy segir að Remy lifi mjög góðu lífi og hún vilji koma því á framfæri við aðra foreldra sem eiga börn með Downs-heilkennið að það séu ekki jafn hræðilegar fréttir og áður að börn séu með það.

Umboðsskrifstofa sem hefur fyrirsætur á snærum sínum fékk Remy til liðs við sig og hann hefur nú þegar setið fyrir í auglýsingum fyrir fataframleiðandann River Island.  Að sögn Amy hefur Remy mjög gaman af því að máta föt og sitja fyrir.

Tekjurnar af fyrirsætustörfunum og Instagram reikningnum eru breytilegar en geta náð allt að andvirði tæplega 345 þúsund íslenskra króna á mánuði en mánaðartekjur Amy eru lægri.

Það uppgötvaðist ekki fyrr en eftir fæðingu að Remy væri með Downs-heilkennið. Amy varð mjög sorgmædd og bað til guðs að taka heilkennið burt. Hún taldi fullvíst að hún og faðir Remy, Chris, yrðu að sjá alfarið um hann langt fram á fullorðinsár. Í dag hefur hún hins vegar engar efasemdir um að um leið og Remy hefur aldur til muni hann flytja að heiman og lifa eigin lífi.

Myrka hliðin á velgengni Remy er hins vegar sú að fjölskyldan hefur mátt þola rætnar athugasemdir frá nettröllum og fjölskyldan á stundum erfitt með að hrista það af sér.

Amy segir hins vegar að það hafi verið blessun fyrir fjölskylduna að eignast barn með Downs-heilkennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti