Í morgun gaf Hagstofa Íslands út nýjustu mælinguna á vísitölu neysluverðs. Vísitalan hefur hækkað um 0.85 prósent frá síðasta mánuði og 8,9 prósent síðustu 12 mánuði. Verðbólgan hér á landi á ársgrundvelli er því 8,9 prósent en við síðustu mælingu, í lok maí, var hún 9,5 prósent.
Samkvæmt mælingu Hagstofunnar er því verðbólgan á hægri niðurleið.