fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Nauðungarsöluhneykslið í Reykjanesbæ – Húsið verið ítrekaður vettvangur fíkniefnasölu

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsið, sem selt var á nauðungarsölu í Reykjanesbæ árið 2022 og fjallað var um í fréttum í gær, hefur verið ítrekaður vettvangur fíkniefnasölu. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdómi Reykjaness yfir eiganda hússins, Jakub Polkowski, sem féll í ágúst í fyrra en þar var hann úrskurðaður í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu, peningaþvætti og brot á vopnalögum.

Sjá einnig: Mikil reiði eftir að tugmilljóna einbýlishús í Reykjanesbæ var selt undan öryrkja á þrjár milljónir – „Hvaða sál er í þessu fólki?

Stóð uppi eignalaus eftir að hafa staðgreitt einbýlishús

Óhætt er að segja að allt hafi farið á hliðina í gær þegar RÚV greindi frá því að hús við Hátún 1 í Reykjanesbæ hefði verið selt á nauðungarsölu fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Eigandi hússins, áðurnefndur Jakub, hafði staðgreitt það á 44 milljónir króna árið 2018 fyrir peninga sem hann fékk vegna læknamistaka sem hann varð fyrir á barnsaldri og gerðu það að verkum að hann er öryrki í dag.

Jakub hefur búið í húsinu síðan ásamt foreldrum sínum og bróður. Í samtali við RÚV sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að borga þyrfti ýmis gjöld af húsnæðinu, til að mynda tryggingar, heitt vatn og rafmagn en þegar skuldin var komin upp í 2,5 milljónir króna var húsið selt á nauðungarsölu og Jakub stóð uppi eignarslaus og gert að yfirgefa húsið fyrir vikulok.

Nýtti ekki heimild til að endurtaka nauðungaruppboðið

Kaupendur hússins var fyrirtækið Sæstjarnan ehf., sem er í eigu feðganna Kristins Guðmundssonar og Jónasar Sigurðar Kristinssonar. Hefur það vakið mikla reiði að sýslumaðurinn á Suðurnesjum, Ásdís Ármannsdóttir, ekki nýtt sér heimild til að endurtaka nauðungaruppboð í ljósi þess að tilboðið sem barst frá feðgunum var langt undir markaðsvirði eignarinnar.

Lögregla tíður gestur á heimilinu

En málið á sér fleiri hliðar. Vísir birti í hádeginu viðtal við Friðjón Einarsson, formann  bæjarráðs Reykjanesbæjar, þar sem hann sagði mál Jakubs vera flókið og að um fjölskylduharmleik sé að ræða.Sagði hann sýslumann hafa verið í erfiðri og flókinni stöðu og að  þingmenn, sem gagnrýnt hafa vinnubrögð hennar harðlega, ættu að líta sér nær.

Samkvæmt heimildum DV hefur lögreglan verið tíður gestur á heimilinu vegna fíkniefnasölu og það er staðfest í skilorðsbundna fangelsisdóminum yfir Jakubi. Þá hafi nágrannar upplifað mikið ónæði vegna umgangs og tíðra gestakoma.

Í honum kemur fram að á um 16 mánaðatímabili árstímabili árin 2020 og 2021 hafi lögreglan átta sinnum haft afskipti af Jakub á heimili hans og lagt hald á fíkniefni sem ætluð voru til sölu og dreifingar og í sumum tilvikum hafi ungmenni verið fyrir á staðnum. Þá var lagt hald á ýmis vopn á heimili hans

Játaði brot sín fyrir dómi fyrir utan peningaþvætti

Játaði Jakub brot sín skýlaust fyrir dómi ef undan er skilin ákæruliður um peningaþvætti þar sem lögreglan hafði rannsakað bankareikning hans og komist að því að um 4,4 milljónir höfðu borist þangað með óútskýrðum hætti. Játaði Jakub síðar að um ágóða af sölu fíkniefna var að ræða.

Niðurstaðan var sú að Jakub var dæmdur í skilorðsbundið 12 mánaða fangelsi til tveggja ára fyrir fíkniefnasölu, peningaþvætti og brot á vopnalögum. Þá var honum gert að sæta upptöku á 1,07 grömmum af kókaíni, 10,88 grömmum af amfetamíni, 7,66 grömmum af MDMA, 172,65 grömmum af maríhúana, 4,77 grömmum af tóbaksblönduðum kannabisefnum, 12,36 grömmum af kannabisblönduðu efni, fimm töflum af rítalini, fimm töflum af concerta, tólf töflum af stesolid, vog, filterum, smelluláspokum og plastrúllu.

Þá gerði lögreglan upptæka gráa kylfu sem og hníf með 20 cm hnífsblaði, Apple iPhone farsíma og 13.000 krónur í reiðufé. Athygli vekur að svo virðist sem ekki hafi verið lagt hald á áðurnefndar 4,4 milljónir króna samkvæmt dómsorði.
Þá var Jakub gert að greiða verjanda sínum, Sveini Andra Sveinssyni, 2 milljónir króna auk virðisaukaskatts í málsvarnarlaun og verjanda sínum á rannsóknarstigi, Úlfari Guðmundssyni, 200 þúsund krónur auk virðisaukaskatts.

Margboðað uppboð

Jakub sagði í samtali við RÚV í gær að hann hafi ekki vitað af uppboðinu. Ekki hefur komið skýrt fram hvenær uppboðið hefur fram fram en ljóst er að nauðungarsala á eigninni hefur ítrekað verið auglýst í gegnum árin. Hér að neðan má sjá auglýsingar frá árinu 2020, 2021 og 2022 eins og þær birtust í Víkurfréttum.
Október 2020
Nóvember 2021
September 2022
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“