fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Mikill eldur í Blesugróf – Nágrannar beðnir um að loka gluggum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 19:00

Slökkviliðsbíll. Mynd: DV. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu.

Í henni segir að þessa stundina séu viðbragðsaðilar að kljást við eld sem kviknaði í húsnæði við Blesugróf 25 í Reykjavík. Mikinn reyk leggi frá eldstað og  eru nágrannar beðnir um að loka gluggum.

Fólk er beðið um að halda sig frá Blesugróf og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á eldsstað og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá vettvangi.

Í fréttum RÚV kemur fram að húsið sé tveggja hæða timburhús. Sprenging hafi orðið í því og húsið sé alelda en ekki er talið að neinn sé inni í húsinu þó það sé reyndar óstaðfest. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá hleðslurafhlöðu. Lið frá öllum stöðvum var kallað út og vinnur nú að því að ná tökum á eldinum. Hugsanlega verður þak hússins rofið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka