fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Guðmundur Felix deilir frábærum fréttum – Sárin á handleggjunum nánast gróin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. júní 2023 19:40

Framfarirnar hafa verið miklar undanfarinn mánuð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að íslenska þjóðin hafi verið miður sín vegna þeirra tíðinda um miðjan apríl, að líkami Guðmundar Felixar Grétarsson væri farinn að hafna handleggjunum sem voru græddir á hann fyrir rúmum tveimur árum síðan.

Ástandið var alvarlegt en upp kom sýking í handleggjunum og þurfti hann að undirgangast nokkrar aðgerðir, meðal annars til að  til þess að freista þess að losa vökva svo að sýklalyf kæmust óhrindrað sína leið. Var möguleika til staðar að Guðmundur Felix myndi hreinlega missa handleggina og var ljóst að Íslendingar voru slegnir yfir tíðindinum.

En smátt og smátt fór að horfa til betri vegar þó að batinn tæki talsverðan tíma. Í lok maí greindi Guðmundur Felix frá þeim gleðifréttum að saumarnir á handlegg hans væru loksins farnir að gróa almennilega.

Og nú í kvöld, rúmum mánuði síðar, birti hann mynd þar sem sjá má að framfarirnar hafa verið gríðarlegar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök