fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Ferðamaður vann skemmdarverk á einni sögufrægustu byggingu veraldar

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 26. júní 2023 17:30

Ferðamenn skoða Colosseum/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kallað hefur verið eftir því að ferðamaður sem skar út nöfn í einn veggja Colosseum, hringleikahússins sögufræga í Róm, verði fundinn og handtekinn.

Mirror segir frá því að athæfið hafi náðst á myndband. Um hafi verið að ræða karlmann sem notaðist við lykla. Maðurinn sem tók myndbandið deildi því á vefsvæðið Reddit.

Á myndbandinu heyrist sá sem tók það upp spyrja hinn skurðglaða ferðamann hvort hann ætlaði í alvöru að halda athæfinu áfram. Maðurinn með lyklana lét sér fátt um finnast og hélt ótrauður áfram.

Þess má geta að Colosseum er um 2000 ára gamalt.

Óljóst er á þessari stundu hvaða nöfn maðurinn skar í vegg byggingarinnar ómetanlegu en talið er víst að hann hafi skorið sitt eigið nafn og nafn kærustu sinnar.

Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en er kallaður öllum illum nöfnum á Reddit.

Aðilinn sem tók myndbandið og birti það á Reddit segist hafa tilkynnt athæfið til starfsmanna á svæðinu en þeir hafi látið sér fátt um finnast og virst vera sama þótt slíkt skemmdarverk væri unnið. Hann segist hafa bent starfsmönnunum á manninn en þeir hafi sagst hafa látið lögreglu vita en ekki sýnt því áhuga að fá myndbandið.

Annar einstaklingur sem segist hafa orðið vitni að athæfinu segir að sá skurðglaði hafi ekki virst telja sig vera að gera neitt rangt.

Ef leitað verður að manninum og hann kærður gæti há sekt beðið hans.

Fordæmi voru fyrir því að ferðamenn hafi skorið út orð í veggi Colosseum. Árið 2014 var ferðamaður sektaður um andvirði um þriggja milljóna íslenskra fyrir að skera upphafsstafi sína í einn veggjanna. Ári seinna voru tvær konur handteknar fyrir sams konar athæfi og ákærðar fyrir skemmdarverk á sögulegum minjum. Það fylgir þó ekki frétt Mirror hverjar lyktir þess máls urðu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg