Sarah Rainsford, fréttaskýrandi hjá BBC, segir að sú ákvörðun rússneskra að kæra ekki Wagner-málaliðana fyrir uppreisnina í gær vera gífurlega óvænta og ekki í anda Pútíns Rússlandsforseta. Það sé mjög ólíkt honum að hörfa á svo dramatískan hátt eftir að hafa sakað Prigozhin, foringja Wagner-hópsins, um að svíkja sig og stinga sig í bakið.
Rainsford segir að gífurlega mörgum spurningum sé ósvarað í málinu, ekki síst varðandi frelsi og öryggi Prigozhins, en það kunni að ráðast af því hvað hann gerir í Belarus, þar sem honum hefur verið veitt hæli. Ekki sé líklegt að hann hafi ofan af fyrir sér með því að gróðursetja kartöflur eða keyra traktor.
Rainsford telur líklegt að Pútín svari fyrir aðgerðir gærdagsins með því að elta uppi alla sem eiga einhvern hlut í uppreisninni í gær.
Ekki er vitað hvar Vladimir Pútin Rússlandsforseti heldur sig núna en miklar getgátur eru um dvalarstað hans. Ekki er vitað hvort sjónvarpsávarp hans í gærmorgun, þar sem hann fordæmdi framferði Wagner-liða, hafi verið í beinni útsendingu eða á upptöku. Í gær voru fréttir í fjölmiðlum þess efnis að sést hefði til ferða einkaþotu forsetans, frá Moskvu, en ekki var vitað hvort forsetinn væri um borð í vélinni.
Í gær stefndi málaliðahópurinn grár fyrir járnum til Moskvu og Rostov en hann hörfaði til baka í gærkvöld og foringinn lýsti því yfir að uppreisninni væri lokið. Alexander Lukashenko, forseti Belarus, beitti sér fyrir þessu og tryggði öryggi málaliðanna.
BBC telur að uppreisnin hafi veikt mjög stöðu Pútíns.
Wagner-liðar hafa nú hörfað frá Lipteskt-héraðinu í miðhluta Rússlands en svæðið er um 300 km suður af Moskvu. Hópurinn var í um 200 km fjarlægð frá Moskvu í gær þegar honum var snúið við. Mikill herviðbúnaður var og er ennþá í Moskvu vegna uppreisnar málaliðanna.