fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Inga Sæland horfði upp á viðbjóð – „Óverjandi með ÖLLU!“

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 23. júní 2023 15:15

Skjáskot af vef Alþingis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis fyrr í dag var rætt um bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við hvalveiðum. Ráðherrann sat fyrir svörum á fundinum og meðal viðstaddra þingmanna var Inga Sæland, formaður flokks fólksins. Inga segir svo frá upplifun sinni af fundinum í færslu á Facebook-síðu sinni:

„Matvælaráðherra mætti fyrir Atvinnuveganefnd Alþingis i morgun þar sem ég er einn nefndarmanna. Án varnaðarorða um viðbjóð sýndi hún myndbrot af dauðastríði hvals sem ítrekað var skutlaður aftur og aftur og ég veit ekki hve lengi dauðastríðið hans og kvöl stóð. Ég gjörsamlega brotnaði niður og gat ekki setið undir þessum hryllingi og yfirgaf fundinn á meðan myndbandið var sýnt. Það má kalla það tilfinningaklám og hvað sem er fyrir mér, en þetta er óverjandi viðbjóður, óverjandi með ÖLLU ! Ég er enn að jafna mig.“

Því næst sakar Inga Svandísi um hræsni þar sem hún hafi bannað hvalveiðar en ekki blóðmerahald:

„Ráðherrann ítrekaði hvað hún byggi þessa reglugerð sína um að stöðva hvalveiðar tímabundið á lögum um dýravelferð, að dýrin eigi enga málsvara nema stjórnvöld, að dýrin geti ekki haldið mótmælafund gegn níðings-meðferðinni á sér. Dýrin sem eiga ekki að þola kvalir við aflífun og enn og aftur vísaði ráðherrann í lög um dýravelferð og eigin ábyrgð á að vernda þau m.t.t laganna. Þvílík HRÆSNI.“

„Ég spurði hvort hún væri ráðherra allra dýra eða einungis sumra. Hún sagðist vera ráðherra allra dýra. :Þrátt fyrir það er nú hafin hin blóðuga blóðmeravertíð þar sem fylfullar hryssur eru píndar í orðsins fyllstu merkingu, til að gangast undir ofbeldisfulla og skelfilega blóðtöku“.

Inga virðist þó hafa takmarkaða trú á að Svandís muni ganga enn lengra við verndun dýra:

„En gerir hún það ? Hefur ráðherrann orðið fyrir vakningu í starfi sínu og mun í framhaldinu raunverulega vernda dýrin gegn dýraníði ?það er stóra spurningin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“
Fréttir
Í gær

Staðan í Úkraínuviðræðunum – „Í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu“

Staðan í Úkraínuviðræðunum – „Í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu“
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri ógnaði lögreglumönnum – „Ég ætla að berja þig“

Maður á sextugsaldri ógnaði lögreglumönnum – „Ég ætla að berja þig“
Fréttir
Í gær

Segist vera Madeleine McCann og birtir rannsókn á DNA og andlitsfalli því til stuðnings

Segist vera Madeleine McCann og birtir rannsókn á DNA og andlitsfalli því til stuðnings
Fréttir
Í gær

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála