fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Einn farþega Titan var dauðhræddur við að fara í ferðina – Annar heimsótti Ísland á síðasta ári

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 23. júní 2023 14:30

Suleman Dawood og Shahzada Dawood/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er staðfesti bandaríska strandgæslan í gær að kafbáturinn Titan, sem saknað hafði verið síðan 18. júní eftir skoðunarferð niður að flaki farþegaskipsins Titanic í djúpum Norður-Atlantshafs, hefði fallið saman og sundrast á miklu dýpi. Þótt lík þeirra fimm manna sem um borð voru hafi ekki fundist er talið öruggt að þeir séu allir látnir.

Sjá einnig: Allir í kafbátnum taldir látnir

Fjölmiðlar um allan heim hafa sagt frá leitinni að Titan og þeim farþegum og áhafnarmeðlimum sem um borð voru. Meðal þessara fjölmiðla er E-online sem hefur meðal annars sagt frá yngsta farþeganum hinum 19 ára Suleman Dawood.

Suleman var að sögn fjölskyldumeðlima dauðhræddur við að fara í ferðina en lét tilleiðast að beiðni föður síns, Shahzada Dawood, sem vildi ólmur að sonur sinn kæmi með sér. Feðgarnir, sem voru mjög nánir, létust þar af leiðandi báðir.

Þar sem ferðina bar upp á feðradaginn fannst Suleman vart annað hægt en að virða beiðni föður síns.

Segir frænka Suleman, Azmeh Dawood, að henni líði eins og hún sé föst í slæmri kvikmynd og segir það lamandi að hugsa til þess að frændi hennar og faðir hans hafi barist við að ná andanum. Hún segir tilhugsunina verða til þess að hún eigi sjálf erfitt með að anda.

Dawood fjölskyldan er upprunalega frá Pakistan og ein sú auðugasta í landinu en hefur búið í Bretlandi. Shahzada Dawood var umsvifamikill kaupsýslumaður. Hann og fyrirtæki hans hafa komið meðal annars að landbúnaði, orkumálum og fjarskiptum, samkvæmt New York Times. Suleman var nemi í viðskiptafræði við Strathclyde háskóla í Glasgow.

Í frétt New York Times kemur fram að samkvæmt Facebook-síðu Shahzada hafi hann heimsótt Ísland á síðasta ári og við það tækifæri varpað fram eftirfarandi spruningu:

„Taka ævintýri aldrei enda?“

Hann svaraði spurningunni sjálfur með því að vitna í Hringadróttinssögu:

„Ég býst ekki við því. Það verður einhver annar að halda sögunni áfram.“

Þess ber að geta að þessi færsla er ekki lengur sýnileg á Facebook-síðu Shahzada Dawood. Það kemur ekki fram í frétt New York Times hvort að sonurinn, Suleman, hafi komið með föður sínum í Íslandsferðina.

Feðgarnir láta eftir sig eiginkonuna og móðurina Christine Dawood og dótturina og systurina Alina Dawood.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“