Karlmaður um fertugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 22. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna gruns um aðild hans að manndrápi í Hafnarfirði laugardagsmorgun.
Lögregla fékk tilkynningu á sjötta tímanum laugardagsmorgun að karlmaður hefði fundist látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Maðurinn lá þá meðvitundarlaus utandyra í iðnaðarhverfinu og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Maðurinn var á fimmtugsaldri. Tveir karlmenn um fertugt voru handteknir vegna málsins, annar utandyra en hinn inni í nálægu húsi. Annar maðurinn er laus úr haldi lögreglu.
Lögregla segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.