fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fréttir

Kópavogsskóli bregst við fréttum um spilasjúka kennarann – „Við hörmum að sjálfsögðu þá stöðu sem upp er komin“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. júní 2023 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsskóli hefur sent bréf til foreldra barna í skólanum vegna fréttaflutnings um Ástríði Kristínu Bjarnadóttur sem situr í gæsluvarðhaldi grunuð um umfangsmikil fjársvik gagnvart hundruðum karlmanna.

Í tilkynningunni kemur fram að Ástríði hafi verið sagt upp störfum og muni hún ekki koma aftur til kennslu við skólann.

Sjá einnig: Ástríður sveik þrjár milljónir út úr manni:„Hún er sennilega að ljúga að sjálfri sér og finnst hún ekki hafa gert neitt rangt“

Meint svik Ástríðar komu fyrst í fréttir árið 2016. Hún situr núna í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á meintum fjársvikum gagnvart 11 karlmönnum fyrir samtals um 25 milljónir króna. Rannsókn lögreglu hefur einnig leitt í ljós að hátt í 400 karlmenn hafa á undanförnum árum lagt inn yfir 200 milljónir á reikninga Ástríðar.

Ástríður hefur kennt við marga skóla undanfarin ár og meðal annars var hún um tíma umsjónarkennari bekkjar í Kópavogi. Viðmælendur DV hafa undrast hvað hún hefur gegnt mörgum störfum sem kennari og spurt hvort skólar kanni ekki bakgrunn starfsmanna áður en þeir eru ráðnir. Við þessari gagnrýni er brugðist í bréfinu frá Kópavogsskóla:

„Við hörmum að sjálfsögðu þá stöðu sem upp er komin. Ég vil þó samt sem áður fullvissa ykkur um að Þegar starfsmaður er ráðinn í vinnu til Kópavogsskóla er skv. ráðningarferli Kópavogsbæjar leitað samþykktar umsækjenda til að kanna hvort einstaklingur sé á sakaskrá. Þar er verið að leita af brotum á hegningalögum. Einnig er alltaf leitað meðmæla. Það er alltaf markmið Kópavogsbæjar að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa.“

Sjá einnig: Spilasjúka konan sem situr í gæsluvarðhaldi kennir í grunnskóla í Kópavogi – Móðir þolanda segir hann hafa verið í sjálfsvígshættu

Í póstinum segir ennfremur að Ástríður hafi verið rekin:

„Starfsmaðurinn sem um ræðir er starfsmaður í Kópavogsskóla og hefur verið nafngreindur í fjölmiðlum. Ráðningarsamningi starfsmannsins verður ekki framhaldið og hún mun ekki koma til starfa í skólanum á næsta skólaári. Að öðru leyti er mér ekki heimilt að ræða málefni einstakra starfsmanna.“

Skólinn notar tækifærið og auglýsir eftir kennara:

„Þessu til viðbótar vil ég einnig nefna að nú standa yfir ráðningar í Kópavogsskóla. Ef einhver af ykkur veit um flottan kennara/kennarateymi sem hefðu áhuga á að starfa hjá Kópavogsbæ þá má benda viðkomandi á að við erum að auglýsa á Alfreð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísland og átta önnur ríki reið út í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn – Ætla að ráðleggja Rússum

Ísland og átta önnur ríki reið út í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn – Ætla að ráðleggja Rússum
Fréttir
Í gær

„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“

„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“
Fréttir
Í gær

Halldór: Leigubíllinn í Mosó kostar 8.000 – Kostar minna að ferðast um allt Þýskaland í heilan mánuð

Halldór: Leigubíllinn í Mosó kostar 8.000 – Kostar minna að ferðast um allt Þýskaland í heilan mánuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur ánægður með sátt og afsökunarbeiðni frá baráttukonu – „Frábært að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram eru að sjá að sér“

Ingólfur ánægður með sátt og afsökunarbeiðni frá baráttukonu – „Frábært að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram eru að sjá að sér“