Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og Margrét Rut Eddudóttir eiginkona hans höfðu áform um að byggja listamannasetur á Kjalarnesi. Greindi Haraldur frá áformum þeirra í færslu á Twitter í mars 2021 með myndbandi af landsvæðinu og sagði frá að þar urði meðal annars gallerí og hljóðver.. Nú er ljóst að ekki verður af verkefninu, minnsta kosti í bili.
„Ég og eiginkonan mín ætluðum að byggja listamannasetur og fleira á þessu fallega landsvæði. Við vorum virkilega spennt fyrir því að byggja þetta svæði upp fyrir listamenn. Því miður fengum við ekki tilskilin leyfi og mér þykir leiðinlegt að greina frá því að þessi áform hafa verið sett á hilluna um óákveðinn tíma,“ segir Haraldur á Twitter.
„Við höfum sett mikla vinnu, tíma og peninga í þróun verkefnisinsi, hanna byggingarnar og starfa með lögfræðingum og yfirvöldum til að afla tilskilinna leyfa en ekkert virtist koma málinu áfram. Þetta átti að vera gleðiríkt verkefni en eftir tveggja ára vinnu var verkefnið bara farið að taka frá mannii orku,“ segir Haraldur.
My wife and I were planning to build an artist residency and more on this lovely piece of land. We were so excited to build this place for artists.
Unfortunately we were not able to get the required permits so I’m sorry to say these plans have been put on hold indefinitely. https://t.co/LZLKNw8mxF
— Halli (@iamharaldur) June 16, 2023
Segir hann erfitt að koma nýjum hugmyndum á framfæri. Verkefnið hafi átt að vera gjöf til samfélagsins og hann hafi því vonast til að það fengi góð viðbrögð.
„Ég er ekki að skella skuldinni á neinn. Ég held að allir sem komu nálægt verkefninu hafi gert það sem þeir gátu. En mér finnst leiðinlegt að verði ekkert úr þessu.“