fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Haraldur hættir við áform sín – „Ég er ekki að skella skuld­inni á neinn“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. júní 2023 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Har­ald­ur Þor­leifs­son, athafnamaður og Mar­grét Rut Eddu­dótt­ir eiginkona hans höfðu áform um að byggja lista­manna­set­ur á Kjal­ar­nesi. Greindi Haraldur frá áformum þeirra í færslu á Twitter í mars 2021 með myndbandi af landsvæðinu og sagði frá að þar urði meðal annars gallerí og hljóðver.. Nú er ljóst að ekki verður af verkefninu, minnsta kosti í bili.

„Ég og eig­in­kon­an mín ætluðum að byggja lista­manna­set­ur og fleira á þessu fal­lega landsvæði. Við vor­um virki­lega spennt fyr­ir því að byggja þetta svæði upp fyr­ir lista­menn. Því miður feng­um við ekki til­skil­in leyfi og mér þykir leiðin­legt að greina frá því að þessi áform hafa verið sett á hill­una um óákveðinn tíma,“ segir Har­ald­ur á Twitter.

„Við höf­um sett mikla vinnu, tíma og pen­inga í þróun verkefnisinsi, hanna bygg­ing­arn­ar og starfa með lög­fræðing­um og yf­ir­völd­um til að afla tilskilinna leyfa en ekk­ert virt­ist koma mál­inu áfram. Þetta átti að vera gleðiríkt verk­efni en eft­ir tveggja ára vinnu var verkefnið bara farið að taka frá mannii orku,“ segir Haraldur.

Segir hann erfitt að koma nýjum hugmyndum á framfæri. Verkefnið hafi átt að vera gjöf til samfélagsins og hann hafi því vonast til að það fengi góð viðbrögð.

„Ég er ekki að skella skuld­inni á neinn. Ég held að all­ir sem komu ná­lægt verkefninu hafi gert það sem þeir gátu. En mér finnst leiðinlegt að verði ekkert úr þessu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Í gær

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki