fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sviðin jörð fjársvikarans í Kópavogi – Safnaði fyrir jarðarför sprelllifandi móður sinnar

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 11:46

DV fjallaði fyrst um fjársvik konunnar árið 2016

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikaferill fertugrar konu, sem starfar sem leiðbeinandi í grunnskóla Kópavogi, nær aftur til ársins 2016. Þá greindi DV frá því að hún hefði svikið ungan mann, Jóhann Guðna Harðarson, um peninga með því að ljúga að honum að hún væri að safna fyrir jarðarför móður sinnar, sem síðar kom í ljós að var sprelllifandi.

Sjá einnig: Jóhann greiddi fyrir útför lifandi konu: Hvattur til að taka smálán þegar peningarnir kláruðust

Þroskaskertir og sjúklingar meðal fórnarlamba

Eins og greint var frá í gær situr umrædd kona í gæsluvarðhaldi til júníloka vegna gruns um að hún hafi svikið stórfé, um 200 milljónir, út úr hátt í 400 einstaklingum sem hún er talin hafa notað til að fjármagna spilafíkn sína.  Konan starfar í dag sem leiðbeinandi í grunnskóla í Kópavogi en stutt er síðan hún var umsjónarkennari í öðrum skóla í sama bæjarfélagi. Konan hefur í gegnum árin sett sig í samband við karlmenn á einkamálasíðum og óskað eftir peningalánum. Hún hafi lofað að greiða peningana til baka en ekki staðið við það. Mörg hinna meintu brota eru þó mun alvarlegri en þetta og er konan meðal annars grunuð um að hafa svikið út fé úr parkinson-sjúklingi sem þjáðist af lyfjaeitrun sem og fjórum einstaklingum með þroskaskerðingar.

Þá lýsti móðir eins fórnarlambsins fyrir DV í gær hvernig sonur hennar var svikinn um stórfé og væri í sjálfsvígshættu eftir að hafa þurft að horfast í augu við niðurlæginguna sem því fylgir.

Svikaferillinn hefur staðið yfir í rúm sjö ár

Í umfjöllun gærdagsins kom fram að brot konunnar næðu til ársins 2018 en af áðurnefndri umfjöllun DV að dæma hófst svikaferill konunnar mun fyrr. Aðferðarfræðin við svikin, sem miðillinn fjallaði um árið 2016,  var á þá leið að konan setti sig í samband við Jóhann Guðna á samfélagsmiðlum og tjáði honum fljótlega að hún hefði misst móður sína.

Fyrst vantaði hana litlar upphæðir í lán fyrir ýmsum kostnaði við útförina en að endingu hafði Jóhann Guðni lánað henni allt sitt sparifé, 220 þúsund krónur alls. Þegar fjársvikarinn stakk upp á því að Jóhann Guðni myndi taka smálán til að lána henni meira fé var það kornið sem fyllti mælinn. Fljótlega kom í ljós að um fullkomna lygasögu var að ræða og að móðir konunnar væri sprellifandi.

„Hún er lent í vítahring“

Í umfjöllun DV á sínum tíma var rætt við föður konunnar sem sagði dóttur sína eiga við andleg veikindi að stríða.

„Hún er lent í vítahring. Allir hennar peningar hafa farið í spilakassa og þegar hennar fé var uppurið þá fór hún að sækjast eftir láni frá öðrum og þannig vatt vandamálið upp á sig,“ sagði faðirinn i samtali við DV árið 2016. Hann sagðist aðeins hafa vitað af skuldum hennar við Jóhann Guðna og reynt að aðstoða dóttur sína við að greiða skuldina til baka. „Við foreldrarnir erum bæði öryrkjar og höfum því miður ekki mikið milli handanna til að gera upp svo háar fjárhæðir í einni greiðslu. Það er ömurlegt ástand á heimilinu,“ segir faðirinn. Að hans sögn hefur dóttir hans þegar hafið viðeigandi meðferð við sínum vandamálum og hann ætli að styðja hana með ráðum og dáð. „Ég vona að þessi umfjöllun verði til góðs og dóttir mín nái tökum á lífi sínu“, er haft eftir föðurnum árið 2016 en ljóst er að þá var svikaferill dóttur hans rétt að hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar