fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Hátt í 400 íslenskir karlmenn hafa lagt yfir 200 milljónir inn á bankareikninga spilasjúkrar konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 14:52

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona situr í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikilla fjársvika. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir henni þann 6. júní síðastliðinn. Konan er grunuð um að hafa svikið 25 milljónir króna af ellefu karlmönnum en svikin gætu verið margfalt meiri því rannókn lögreglu á bankagögnum leiðir í ljós að hátt í 400 karlmenn hafa lagt yfir 200 milljónir króna inn á bankareikninga konunnar.

Málin teygja sig aftur til ársins 2018 en konan segist vera með spilafíkn. Hún hefur í einhverjum tilvikum opnað bankareikninga í nafni mannanna og skuldsett þá með yfirdrætti.

Konan hefur sett sig í samband við karlmenn á einkamálasíðum og óskað eftir peningalánum. Hún hefur lofað að greiða til baka en ekki staðið við það. Mörg hinna meintu brota eru þó mun alvarlegri en þetta og er konan meðal annars grunuð um að hafa svikið út fé úr parkinson-sjúklingi sem þjáðist af lyfjaeitrun. Á því tímabili sem konan var að fá lán hjá honum var hann með ofskynjanir eftir lyfjaeitrun. Hann segir að þegar hann gat ekki lesið skilaboð frá konunni hafi hún hringt í hann og þrýst á að hann samþykkti með rafrænum skilríkjum. Þegar hann var kominn á sjúkrahús tók dóttir hans eftir því að reikningur hans var 1,4 milljónir í mínus og búið var að taka lán í hans nafni hjá AUR upp á 700 þúsund krónur.

Lögreglan hafði afskipti af konunni í febrúar en það leiddi ekki til þess að hún léti af háttseminni og margir karlmenn hafa kært hana fyrir fjársvik síðan þá. Fjórir mannanna sem konan er grunuð um að hafa svikið fé út úr eru með þroskaskerðingu.

Einn þolenda meintra svika konunna hafði samband við Íslandsbanka vegna þess að tveir reikningar höfðu verið stofnaðir í hans nafni og yfirdráttaheimildin upp á 2,4 milljónir hafi verið fullnýtt. Viðkomandi var ekki í viðskiptum við bankann og sagði fjármálagerningana ekki hafa verið hans en upphæðin var millifærð á reikning í eigu konunnar. Bæði tilvik voru gerð í gegnum sjálfvirkan lánavef bankanna.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms sem Landsréttur staðfestir segir ennfremur:

„Það er mat lögreglu að kærða sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og fjölda tilfella beitt blekkingum, hagnýtt sér óljósar hugmyndir einstaklinga og þannig haft af þeim fé. Hún hafi blekkt menn með því að óska eftir láni þegar henni var ljóst að hún gæti ekki borgað þau til baka og telur lögregla að hún hafi haft einbeittan brotavilja og ásetning í því að blekkja brotaþola og ýmist villa um fyrir þeim og stofnað til skuldbindinga í þeirra nafni eða blekkt þá með ósönnum fullyrðingum svo hún myndi greiða til fjárhæðir til baka. Þá telur lögregla samtals sex brotaþola vera með þroskaskerðingu af þeim sem hafa leitað til lögreglu en talið er að fjöldi brotaþola hafi ekki enn leitað til lögreglu. Meint brot kærðu sem eru til rannsóknar frá árinu 2023 snúa að 11 brotaþolum og þar af eru fjórar kærurskýrslur frá 17. apríl sl. Meint brot sem hver brotaþoli hefur greint frá nema eru frá tugum skipta og uppí hundruði skipta.“

Lögreglustjóri telur að yfirgnæfandi líkur séu á því að konan haldi brotum áfram ef hún gengur laus. Hún sé haldin alvarlegri spilafíkn og virðist ganga langt til þess að blekkja einstaklinga til að greiða sér fjármuni eða svíkja út fjármuni með blekkingum og hefur haldið ítrekað áfram þrátt fyrir að hafa verið handtekin í febrúar síðastliðnum.

Á þessar röksemdir hafa nú bæði héraðsdómur og Landsréttur fallist og verður konan því í gæsluvarðhaldi að minnsta kosti fram til mánaðamóta en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til 30. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg