fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 11:32

Einar Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Steingrímsson, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, segir farir sínar ekki sléttar af tannlæknaheimsókn sinni til Íslensku klíníkarinnar í Búdapest. Í aðsendri grein á Vísi sakar hann stofuna, sem notið hefur mikilla vinsælda hjá Íslendingum, um að hafa brugðist sér illilega og segir viðskiptahætti stofunnar „furðulega“. Segir Einar að tvær tennur hafi verið dregnar úr honum sem ónauðsynlegt hafi verið að fjarlægja og að hann sé mjög ósáttur við að sitja uppi með dýran góm sem afleiðingar af því.

„Hér hefði ég átt að staldra við“

Í greininni kemur fram að Einar fór út til Búdapest í september í fyrra og taldi hann að hann þyrfti nokkra tannplanta og nokkra krónur auk hugsanlega smærri viðgerða. Eftir ítarlegri skoðun hafi honum verið kynnt mun umfangsmeira plan, nefnilega að dregnar skyldu úr honum átta tennur og að hann fengi sex tannplanta, þrjá í hvorn góm, og síðan krónur og brýr á allar tennur sem eftir yrðu, 24 talsins.

„Hér hefði ég átt að staldra við, því þótt tannlæknar mínir síðustu árin á undan hefðu talað um að einn endajaxl ætti að draga höfðu þeir aldrei nefnt að aðrar tennur þyrfti að fjarlægja. En þar sem ég taldi enga ástæðu til að efast um mat tannlækna ÍK, og fagnaði því að fá tannplanta í báða góma sem myndu minnka álag á aðrar tennur, ákvað ég að fylgja því plani sem lagt var til,“ skrifar Einar.

Hann segir meðal annars að  alvarleg mistök áttu sér næstum stað strax í byrjun þegar draga átti úr honum tönn sem alls ekki átti að víkja.

Hefðu átt að sjá vandræðin fyrir

Eftir að búið var að draga þær tennur sem áttu að víkja og Einar jafnað sig í nokkra mánuði þá hafi hann snúið aftur til Búdapest til að fá alls sex tannplanta.

„En það fór á annan veg, því mér var tjáð að kjálkabeinið í efri góm hefði hopað svo að ekki væri hægt að setja í það tannplanta; beinið væri of veikburða til þess, og að vitað væri að svona hop ætti sér stundum stað. Í staðinn gæti ég fengið dýran  „fastan“ góm til að bæta fyrir þær tennur sem vantaði, þar á meðal tvær tennur sem dregnar höfðu verið með það fyrir augum að setja tannplanta í staðinn,“ skrifar Einar.

Hann greinir svo frá því að síðar hafi hann borið röntgen-myndirnar, sem teknar voru fyrir allar framkvæmdir, undir íslenska tannlækninn sinn. „Hann sagði strax, án þess ég spyrði um það, að það væri mjög hæpið að hægt væri að setja tannplanta í efri góm, vegna þess hve kjálkabeinið væri þunnt,“ skrifar Einar.

Hann ályktar þar með að ungversku tannlæknarnir hafi átt að vita að sá möguleiki gæti verið til staðar ekki væri hægt að setja setja tannplanta í efri góm eins og planað var.  „Hefði mér verið sagt það hefði ég aldrei fallist á að dregnar yrðu tennur sem ekki þurfti að draga, vitandi að þeim yrði hugsanlega fórnað til að setja í staðinn góm, en ekki tannplanta, því augljóslega er betra að vera með eigin tennur, þótt þær myndu e.t.v. ekki endast nema nokkur ár, en góm,“ skrifar Einar og segir að Íslenska klíníkin hafi þarna brugðist sér illilega.

Ráðleggur öðrum í svipaðri stöðu

Einar telur upp nokkur önnur atriði sem hann var ósáttur við, meðal annars þá „furðulegu viðskiptahætti“, að hans sögn, að ekki hafi verið magnafsláttur í boði í svo umfangsmikilli aðgerð eins og hann undirgekkst.

Hann endar greinina á ábendingum til Íslensku klíníkinnar um hvað þurfi að bæta sem og heilræði til þeirra sem séu að íhuga slíkar reisur. Hann tekur fram að þótt hann sé ósáttur þá hafi hann enga ástæðu til efast um gæði þeirra verka sem unnin eru hjá tannlæknum ÍK og vel megi vera að um sé að ræða góðan kost fyrir fólk sem þurfi ekki á mjög umfangsmiklum aðgerðum að halda.

Til ÍK:

Að gera viðskiptavinum grein fyrir ef ekki er öruggt að hægt verði að framfylgja þeim plönum sem gerð verða, alveg sérstaklega ef þau fela í sér úrdrátt á tönnum sem ekki er nauðsynlegt að draga.
Að bjóða upp á fleiri plön en eitt þegar um umfangsmiklar aðgerðir er að ræða; það virðist ósennilegt að þegar lagðar eru til aðgerðir á tíu tönnum eða fleiri sé bara ein skynsamleg leið að því marki.
Að gera vandlega grein fyrir því að bráðabirgðaviðgerðir sem ekki er tekin ábyrgð á geti leitt til meiriháttar vandræða og óþæginda, og engrar aðstoðar sé að vænta frá ÍK í þeim efnum.
Að gefa magnafslátt af verkum sem augljóslega kosta klíníkina miklu minni vinnu hlutfallslega en minni háttar aðgerðir.

Þeim sem hyggja á tannlækningar erlendis:

Að leita ráðgjafar hjá fleiri en einni stofu áður en farið er í viðamiklar aðgerðir. Mér skilst að m.a.s. í Budapest séu fleiri stofur sem bjóði upp á ókeypis fyrstu skoðun og aðgerðaplan.
Að fá líka ráðgjöf áður hjá tannlækni heima sem þekkir vel tannheilsu viðkomandi, ekki síst varðandi hvaða tennur þurfi að draga, hverjar væri skynsamlegt að draga og hverjar er ástæðulaust að draga, og hvaða möguleikar séu á tannplöntum í ljósi ástands kjálkabeina.
Að spyrja hvort ekki séu mögulegar fleiri en ein leið, og alveg sérstaklega hvort hægt væri að gera hlutina í nokkrum áföngum (án þess þurfi að treysta á bráðabirgðalausnir á milli) ef lagðar eru til umfangsmiklar aðgerðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti