fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Segjast hafa stöðvað vopnið sem Pútín taldi óstöðvandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. maí 2023 07:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn halda því fram að bandarískt loftvarnakerfi, sem nýlega var tekið í gagnið, hafi náð að skjóta niður flugskeyti af gerðinni Kinzhal eða Kh-47. Það þykir sæta nokkrum tíðindum enda er flugskeytið eitt af flaggskipunum í vopnabúri Vladimir Pútín og höfðu Rússar talið að það væri nánast ógjörningur að verjast því. Séu fullyrðingar Úkraínumanna réttar er um að ræða talsvert áfall fyrir Rússa.

Kinzhal-flugskeytin hafa drægni upp á heila 2.000 kílómetra og því er hægt að skjóta þeim langt frá víglínunni. Til samanburðar er loftlínan frá Kyiv til Moskvu rúmir 750 kílómetrar. Þá ferðast flugkskeytið á tíföldum hraða hljóðsins og getur borið allt að 500 kílógramma sprengjuodd.

Rússar eru sagðir fara sparlega með flugskeytið enda er talið að þeir eigi fá slík skeyti. Nokkrum þeirra var skotið að skotmörkum í Úkraínu í mars en bandarísku Patriot-loftvarnarkerfin voru tekin í notkun í apríl en um er að ræða byltingu í vörnum Úkraínu sem hingað til hafa þurft að reiða sig á loftvarnir frá tímum Sovétríkjanna.

Rússar hafa talað digurbarkalega um Kinzhal-flugskeytið en einnig aðrar nýjungar í vopnabúri þeirra. Til að mynda skriðdreka af gerðinni T-90M en þrátt fyrir lofið þá hafa þeir reynst hafa veikleika á vígvellinum. Þá var flaggskipi rússneska flotans, Moskvu, sökkt í Svartahafi í byrjun átakanna eins og frægt varð.

Hafi nýju loftvarnarkerfin skotið Kinzhal-skeyti niður þá er um enn einn álitshnekkinn að ræða fyrir Vladimir Pútín og rússneska herinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“
Fréttir
Í gær

5 handteknir á Akureyri í aðgerðum lögreglu og sérsveitar

5 handteknir á Akureyri í aðgerðum lögreglu og sérsveitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“

Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“