fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ógnaði vegfaranda með hníf og krafði hann um fjármuni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 09:05

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hafði í nægu að snúast á næturvaktinni. Í hverfi 101 var tilkynnt um vopnað rán en þar ógnaði einstaklingur  vegfaranda með hníf og krafði hann um fjármuni, málið er  í rannsókn. Tilkynnt var um eignaspjöll við grunnskóla og  eignaspjöll utan á íbúðarhúsnæði í hverfi 107 en á það hafði verið skvett rauðum matarlit. Einstaklingur sem svaf ölvunarsvefni utandyra var vakinn og gekk hann sína leið. Einstaklingur var handtekinn grunaður um líkamsárás í hverfi 101. Tilkynnt um í tveimur aðskildum tilvikum um ofurölvi einstaklinga á veitingastað og á skemmtistað í hverfi 101. Í báðum tilvikum var viðkomandi ekið til síns heima. Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og eða annarra vímuefna.

Ökumanni bifreiðar voru gefin merki um að stöðva bifreið sína sem hann sinnti ekki og ók hann gegn rauðu umferðarljósi. Stöðvaði hann svo bifreið sína og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum en náðist stuttu síðar. Er ökumaður grunaður um akstur bifreiðarinnar undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna og gistir fangageymslur þar til unnt er að ræða við hann.

Afskipti voru höfð af ökumanni sem ók á móti umferð í hverfi 109. Ökumaður reyndist vera 16 ára og málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Nokkrum verkefnum var sinnt þar sem kvartað var undan samkvæmishávaða í íbúðarhúsnæðum.

Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem bifreið var ekið á nokkrar bifreiðar. Tjónvaldur grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna og gistir fangageymslur lögreglu þar til af honum rennur víman.

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Reyndist hann auk þess án ökuréttinda. Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.Ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt