fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Barsmíðar á bókasafni: Þarf að borga fyrrverandi bónda sínum bætur eftir atlögu í Reykjanesbæ

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2023 12:30

Fyrrverandi hjón lentu í átökum á bókasafni Reykjanesbæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur dæmd til þess að greiða fyrrum eiginmanni sínum 150 þúsund krónur í miskabætur eftir að hafa veist að honum á bókasafni Reykjanesbæjar árið 2016. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum en maðurinn fór fram á miskabætur upp á 500 þúsund krónur.

Sat með börn þeirra í fanginu

Í dómnum kemur fram að parið hafi slitið hjúskap sínum árið 2014 en þá hafi komið upp ágreiningur varðandi forsjá tveggja barna þeirra. Bóksafn Reykjanesbæjar er staðsett í ráðhúsi bæjarins en þar var ráðgerður fundur með barnaverndarfulltrúa til þess að freista þess að höggva á hnútinn. Hjónin fyrrverandi voru stödd í bókasafnshluta hússins ásamt börnum sínum þegar sauð upp úr milli þeirra með þeim afleiðingum að konan réðst á manninn sem síðar kærði árásina.

Í dómnum kemur fram að konan hafi borið ýmsar ásakanir á manninn á fundinum og verið mjög æst. Til hafi staðið að konan myndi leita til Kvennaathvarfsins með börn sín eftir fundinn en eiginmaðurinn fyrrverandi þá viljað taka börnin þeirra tvö í fangið og kveðja þau.

Taldi ósannað að hann hefði orðið fyrir miska

Hafi konan verið ósátt við það og  freistað þess að taka þau af honum en þegar það gekk ekki hafi hún  veist að honum og sparkað í sköflung hans, slegið hann með krepptum hnefa og með flötum lófa nokkrum sinnum í öxl og upphandlegg, auk þess að klóra hann. Starfsmenn barnaverndar urðu vitni að atvikinu en kalla þurfti á lögreglu til að stöðva árásina og þurfu laganna verðir að hafa verulega fyrir því, svo vitnað sé í dóminn.

Maðurinn fékk læknisvottorð í kjölfar árásarinnar en þar kom fram að greina mátti fjögur grunn sár, líklega klórför, á handlegg hans.

Fyrir dómi kvaðst konan gangast við því að hafa veist að fyrrverandi manni sínum. Hún kvaðst þó ekki rétt að hún hafi kýlt hann eða slegið til hans með flötum lófa. Þá sé ekki rétt að hún hafi klórað manninn, enda ekkki  með beittar
neglur. Gekkst hún við því að  hafa sparkað laust í sinn fyrrverandi og klipið hann. Atlagan hafi staðið stutt yfir, eða í
um fimm sekúndur. Þá hafi maðurinn ekki brugðist sérstaklega við atlögunni, heldur hafi hann setið áfram rólegur án þess að sýna nokkur viðbrögð.
Hafnaði hún því þeirri kröfu mannsins að fá 500 þúsund krónur í miskabætur enda að hennar mati ósannað að hann hafi orðið fyrir nokkrum miska og að kæran væri liður í forsjárdeilu þeirra.
Á þau rök féllst dómstóllinn ekki og dæmdi konuna til að greiða 150 þúsund krónur í miskabætur til síns fyrrverandi og 310 þúsund krónur í málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“