fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 12:53

Birkir Jón og Matthías eru makkerar í landsliðinu sem er er að gera góða hluti í Örobro í Svíþjóð á NM í bridds. Mynd/Matthías Imsland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er í baráttu um sigurinn á Norðurlandamótinu í bridds. Kvennalið Íslands er í þriðja sæti þegar mótið er tæplega hálfnað.

Fyrr í dag unnu íslensku karlarnir stórsigur gegn Dönum og eru nú í öðru sæti, um 11 stigum á eftir Norðmönnum sem leiða mótið. Konurnar gerðu sér einnig lítið fyrir og unnu Svía einnig mjög stórt í leik sem lauk í hádeginu. Mótið fer fram í Svíþjóð.

Birki Jón Jónsson, fyrrum þingmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi, er í hópi þeirra sem skipa íslenska karlalandsliðið. Hann er að vonum kátur með frammistöðuna það sem af er.

„Það er góð stemning í hópnum, ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti,“ segir Birkir Jón.

Kvennaliðið skipa Anna Ívarsdóttir fyrirliði, Inda Hrönn Björnsdóttir, Anna Heiða Baldursdóttir, Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir.

Landsliðið í opnum flokki skipa Jón Baldursson þjálfari, Sigurbjörn Haraldsson, Birkir Jón Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Bjarni H. Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.

Mótið fer fram í Örebro en keppni lýkur á morgun.

Íslenska kvennalandsliðið fagnaði góðum sigri á Svíum á Norðurlandamótinu fyrr í dag. Mynd/Matthías Imsland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana