fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Landsréttur sneri við úrskurði – Þarf ekki að mæta eiginmanninum, sem á að hafa nauðgað henni, í dómssal

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 22. maí 2023 13:15

Landsréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um að eiginkona þurfi ekki að mæta fyrrum eiginmanni sínum í dómssal í aðalmeðferð sakamáls þar sem eiginmaðurinn er sakaður ítrekaðar nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi.

Gefin var út ákæra á hendur eiginmanninum fyrrverandi í lok apríl en meint brot áttu sér stað árið 2020 og beindust gegn þáverandi eiginkonu mannsins.

Martröð í sumarbústað

Ákæran er í þremur liðum og er fyrsta brotið sagt hafa átt sér stað á heimili hjónanna þann 13. maí 2020. Er maðurinnn þá sagður hafa nauðgað konunni bæði í leggöng og endaþarm og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar.

Annað meint brot átti sér stað í sumarbústað í nóvember árið 2020. Maðurinn er þar sagður hafa beitt konuna aflsmun og ítrekað haft þannig samfarir við hana gegn vilja hennar. Tilraunir konunnar til að komast undan ofbeldi mannsins báru engan árangur og hljóp hún meðal annars undan honum inn í eldhús en hann elti hana, hélt á henni aftur inn í svefnherbergi og hélt áfram að brjóta á henni.

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa framið þessi tvö fyrrgreindu kynferðisbrot og „þannig ítrekað, alvarlega og á sérstaklega meiðandi hátt brotið alvarlega gegn þáverandi eiginkonu sinni og skapað viðvarandi ógnarástand í sambandi þeirra sem olli konunni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti sem hún upplifði við þessar aðstæður sem ógnuðu heilsu og velferð hennar,“ eins og segir orðrétt í ákæru.

Sjá einnig:Martröð í sumarbústað – Sakaður um viðurstyggileg brot gegn eiginkonu og „viðvarandi ógnarástand“

Með vottorð frá áfallateymi

Aðalmeðferð málsins fer fram í lokuðu þinghaldi í júní en verjandi konunnar óskaði eftir því við Héraðsdóm Reykjaness að eiginmaðurinn fyrrverandi yrði látin víkja úr dómssal á meðan konan gæfi skýrslu og studdi embætti héraðssaksóknara þá ósk. Lögmaður eiginmannsins var mótmælti hins vegar og benti á eina af meginreglum  sakamálaréttarfars að ákærður einstaklingur  skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað hefur verið gegn honum.

Lögfræðingur eiginkonunnar lagði fram gögn þar sem fram kom að konan hefði verið greind með áfallastreituröskun af áfallateymi Landspítalans. Konan hefði ekki hlotið meðferð vegna þessa en í vottorðinu kom fram  að áfallaeinkenni konunnar birtist í miklum kvíða, líkamlegum einkennum og hugrofsástandi (dissociation). Alvarleg einkenni, svo sem hugrof, séu líklegri til að koma fram við mikla streitu og því væri hætta á, eins og segir í vottorðinu,  að slíkt geti gerst þegar hún sjái meintan geranda og það gæti hamlað skýrslugjöf hennar fyrir dómi

Að endingu fór svo að Héraðsdómurinn kvað upp þann úrskurð að eiginmaðurinn þyrfti ekki víkja úr dómsalnum og byggði sá úrskurður meðal annars á því að það væri ekki nægilega vel rökstutt hver áhrifin yrðu að því eiginmaðurinn fyrrverandi yrði viðstaddur skýrslutökuna og taldi áðurnefnda meginreglu því rétthærri.

Þrír dómarar Landsréttar voru þó ekki á sama máli og töldu að önnur gögn styddu við vottorð áfallateymisins og því bæri að víkja eiginmanninum úr dómssal við aðalmeðferð málsins.

Hér má lesa úrskurð Landsréttar í heild sinni

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin