fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Vice fjallar um töfraskóla Guðna í Japan og lygilegt lífshlaup hans – „Hann er búinn að finna leið til þess að breyta bullinu í sér í gull“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. maí 2023 15:52

Guðni Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski fjölmiðilinn Vice birti í vikunni stiklu úr sjónvarpsþætti sem fjallar um dularfulla íslenska athafnamanninn Guðna Guðnason, einn forsprakka alþjóðlega töfra- og dulspeki skólans Modern Mistery School. Um er að ræða brot af um 45 mínútna þætti sem seldur er í áskrift á Vice.com.

Þátturinn, sem er hluti þáttaröðinni True Believers, ber yfirskriftina The Demon Slayer Academy og þar er á gagnrýninn hátt fjallað um skólann og feril Guðna sem er bókstaflega lyginni líkastur.

Annað sinn sem VICE fjallar um Guðna

Segja má að sjónvarpsþátturinn sé framhald af afhjúpandi grein blaðamannsins Mark Wilding fyrir Vice árið 2021 en greinina byggði hann meðal annars á grein DV frá árinu 2016. Í Vice-greininni ræðir Wilding við fjöldann allan af fyrrverandi nemendum Modern Mistery School og dregur upp þá mynd að skólinn sé hálfgert „költ“ og jafnvel pýramídasvindl þar sem peningar og kynlíf eru aldrei langt undan.

Twitter-færsla Vice þar sem vakin var athygli á greininni um Guðna.

Áðurnefnd stikla hefst á lýsingum Guðna af eigin fæðingu  og hvernig hann hafi dvaldist í öðrum heimi fyrst um sinn.. „Ég var fæddur við furðulegar kringumstæður,“ segir Guðni fram kemur að hann hafi verið eineggja tvíburi en bróðir hans hafi dáið 30 mínútum eftir fæðingu þeirra. Vegna hins einstaka sambands tvíbura hafi það þýtt, að sögn Guðna, að hann hafi verið meira með bróður sínum handan heims en hér í raunheimum.

Breytti bulli í gull

„Ég vaknaði á morgnanna en var samt ekki á staðnum. Móðir mín lagði mig á gólfið og ég bara sat þar allan daginn. Sálin mín var ekki í líkamanum,“ segir Guðni. Hann segist hafa verið alinn upp með verum sem að dauðlegt fólk kalli yfirleitt guði eða engla. Þannig hafi tíu fyrstu ár hans verið.

Í stiklunni er síðan rætt við Ragnar Hansson, sem unnið hefur að heimildarmynd um Guðna undanfarin ár. Ragnar fékk aðgang að Modern Mistery School en í umfjölluninni segir hann Guðna hafa verið ósköp venjulegan íslenskan strák með háleita drauma og einhvern veginn hafi honum tekist að ná þeim með viljann og ímyndunaraflið að vopni.

„Hann hefur verið á flótta allt sitt líf en ég held að hann hafi aldrei þurft að horfast í augu við gjörðir sínar. Hann er búinn að finna leið til þess að breyta bullinu í sér í gull, bókstaflega“ er haft eftir Ragnari.

Síðan er farið yfir lygilegt lífshlaup Guðna allt frá því að hann heillast af bardagalistum hérlendis, hlutverki í költmyndinni Hrafninn flýgur og hvernig að hann hafi endað í Japan með viðkomu í Svíþjóð og Bandaríkjunum og upp töfraskólann umdeilda í leiðinni sem hefur reynst honum mikil féþúfa.

Hér má sjá stikluna úr þætti VICE

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“