Sofia Sarmite Kolesnikova verður lögð til hinstu hvílu á föstudag. Útför fer fram frá Fossvogskirkju.
Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi laugardaginn 29. apríl, hún var 28 ára gömul. Tveir menn, stjúpbræður, voru handteknir á vettvangi og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar þeirra var látinn laus 4. maí, en gæsluvarðhald yfir hinum framlengt til 19. maí. Rannsókn lögreglu beinist að því að andlát Sofiu sé manndráp.