fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Edda bætir í varðandi söfnun fyrir lögfræðikostnaði – Óskar nú eftir 2,5 milljónum frá stuðningsfólki

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. maí 2023 13:00

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan Edda Falak hefur hækkað markmið sitt varðandi söfnun á áheitasíðunni Karolina Fund. Söfnunin var ætlað að standa straum af lögfræðikostnaði varðandi áfrýjun á dómsstóli, sem Edda er aðili að, til Landsréttar. Upphaflega óskaði Edda eftir 1,5 milljón króna frá stuðningsfólki sínu en í kjölfar góðra viðbragða hefur hún nú óskað eftir 2,5 milljónum, sem var sú upphæð sem talið var að málareksturinn myndi kosta. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa rétt tæplega 2 milljónir safnast eða 88 prósent af heildar upphæðinni.

Sjá einnig: Edda náði markmiðinu á þremur dögum – 84 hafa styrkt söfnun

Á dögunum var Edda dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Um var að ræða spilun á hljóðbroti í hlaðvarpsþætti Eddu, Eigin konum, þar sem dóttir greindi frá andlegu ofbeldi sem móðir hennar átti að hafa beitt hana en á hljóðbrotunum mátti heyra móðurina láta ógeðfelld orð falla í garð dóttur sinnar.

Hljóðbrotin voru hins vegar tekin upp án vitundar móðurinnar sem stefndi Eddu og krafði hana um 5 milljónir króna í miskabætur. Eins og áður segir sakfelldi dómari Eddu í málinu en dæmdi hana til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Þessum dómi hefur Edda nú áfrýjað til Landsréttar með tilheyrandi kostnaði.

Söfnunin fyrir lögfræðikostnaði Eddu hófst þann 8. apríl síðastliðinn og var, eins og áður segir, óskað eftir 1,5 milljón króna. Það markmið náðist á aðeins þremur dögum og í kjölfarið hefur hámarkið verið hækkað upp í 2,5 milljónir.  Hafa 126 einstaklingar stutt við Eddu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar